Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 88
að ofan um að engin merki sjást í sálminum um að musterið sé risið að nýju. í
sálmi eins og þessum, sem leggur svo sterka áherslu á Síon, hefði mátt vænta
þess að ekki væri sleppt að minnast á svo mikilvægan atburð í lífi þjóðarinnar.
Skipting sálmsins
Skipting sálmsins er óvenjulega augljós vegna þess að breytt er um persónu.
I fyrsta hlutanum, v. 1 -4, er útlegðarinnar í Babýlóníu minnst í 1. ps. flt.
Annar hlutinn, v. 5-6, hefur að geyma tjáningu ástar og hollustu í garð Jer-
úsalem með heitstrengingu. Þessi hluti sálmsins sýnir ákveðinn skyldleika
við Síonarljóðin. Niðurlag sálmsins, v. 7-9, er síðan í formi bölbænar yfir
Edóm og Babýlon. Þrátt fyrir þessa skýru skiptingu efnisins er ekkert sem
bendir til annars en að hann sé upphafleg heild. Þannig má greina ákveðna
umgjörð eða innrömmmun (inclusio) sálmsins þar sem nafnorðið Babel
(Babýlon) kemur fyrir bæði í upphafi og niðurlagi sálmsins.
Staðsetning sálmsins innan sálmasafnsins
Þessi sálmur á það sameiginlegt með safni helgigönguljóðanna (S1 120-134)
að Síonarstefið er þar fyrirferðarmikið. Það hvernig eintölu og fleirtölu er
fléttað saman í sálmium er söinuleiðis í stíl við það safn og það kann að vera
ástæðan til þess að S1 137 myndar niðurlag þeirra þriggja sálma sem skeytt
er aftan við þetta safn.14
A hinn bóginn er því ekki að neita að staðsetning sálmsins á eftir tveim-
ur sálmum sem fagna yfir því að Jahve skuli hafa gefið sáttmálsþjóðinni
land gerir það að verkum að harmurinn í sálminum verður enn meiri en þeg-
ar hann er lesinn einangraður.15
Ritskýring vers fyrir vers
Við Babýlonsfljót
þar sátum vér og grétum
Bakgrunnur upphafsversins er sá að hinir herleiddu eru útilokaðir frá Guði
sínum í „óhreinu landi.“ Taka má undir með J.L. Mays er hann kallar S1 137
14 Sbr.J.L.Mays 1994, s. 422.
15 L.C.Allen 1983, s. 241.
86