Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 97
geyma einhverja bölbæn eins og Sálmur 137 heldur endurspeglar það fagn-
aðarríka trú og fullvissu um bænheyrslu. Að því leyti minnir þetta ljóð
Valdimars á marga harmsálma Saltarans þar sem örvænting og harmur
breytist í fullvissu um bænheyrslu og „betri tíðir.“ Hér endurspeglast það í
þvf hvemig viðlagið breytist og verður:
Þá harmar engir hjörtun þyngja,
og hjartanlega glaðir skulum vér þá syngja.
Þegar Valdimar orti öðru sinni út af S1 137 var tilefnið mjög persónulegt.
Hann hafði misst ástkæra eiginkonu sína. Það var honum mikið áfall og
söknuður hans sár. Þar heimfærir hann söknuð hins hebreska sálmaskálds
upp á sinn eigin söknuð og hamr. Hin látna eiginkona hans kemur m.ö.o. í
stað Síonar í ljóði þessu sem hann nefnir „Hví skáldið þegir.“27 Hér á eftir
fer þetta ljóð hans í heild sinni:
Við lljótið ég sit hér með söknuð og þrá
og sorg býr í hjarta,
er minnist ég Zíon þá elskuðu á
svo indæla og bjarta.
Þú vilt, að ég hreyfi nú hörpunnar streng,
en hún er nú brostin;
frá henni ég þögull og hugdapur geng
af harmslagi lostinn.
Þú vilt, að ég syngi nú sætt eins og fyr
um sigur og gleði;
en Zíon er horfin og sorgin er kyr
og situr í geði.
Þú vilt, að um Zíon nú syngi ég lof,
en sérðu það ekki:
Sá getur ei sungið, er svíður um of
og sára ber hlekki.
27 Ljóðið birtist í tímaritinu Aldamól 12, 1902, s. 147-148. Ritstjóri Aldamóta skrifaði í bréft til Valdimars
að svo framarlega sem sá mikli harmur sem þá rétt nýskeð var um garð genginn, konumissirinn, yrði til-
efni til nýrra Ijóða, væru Aldamót ekki óheppilegur geymslustaður fyrir þau. Þessari ábendingu svaraði
Valdimar með þessu ljóði. Um þetta efni hef ég áður fjallað í grein um sr. Valdimar í Ritröð Guðfrœði-
stofmmar 14, 2000, s. 137-148.
95