Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 107
Hann hefur annars áhyggjur af því hvemig þetta mál skuli lagt fyrir bisk- upana til að tryggja góða endalykt, og stingur reyndar upp á því að leggja málið beint í hendur stiftamtmanns. Hann er sem sagt ekki upplýstur um bréf Ólafs stiftamtmanns, né heldur svarið, - en þessi leið var öðrum ljós og hafði þegar verið valin. Hannes biskup hefur ef til vil vill aldrei vitað af þessum bréfaskriftum. Hins vegar fékk hann bréf kanselísins til stiftamtmanns frá 24. okt. sem fyrr er minnst á, og varð lítið glaður yfir innihaldi þess. Með þeirri leið sem þar var valin var útgáfa helgisiða- og sálmabóka ekki lengur á verksviði bisk- upanna heldur var hún komin á framfæri veraldlegra embættismanna, þó að þeir starfi í umboði konungs, og gat verið falin privat persónum án samráðs við biskupana. Af þeirri ástæðu skrifaði Hannes biskup kanselíinu bréf hinn 20. janúar 179626 og biður um úrskurð í þessu máli. Hann vill fá að vita hvort bréfið frá 178427 sé enn í gildi og hvort verkefnið að koma út nýrri sálma- og messu- bók sé ekki enn hjá biskupunum. Nú sé nefnilega loksins hægt að halda áfram með það verk vegna þess að vandræðagangurinn út af prentverkinu sé úr sögunni. Hann vill þó líka vita eftir hvaða reglu skuli farið og hvort ef til vill skuli beðið með breytingar á messusöngnum þar til hið nýja kirkjuritúal í Danmörku sem boðað hafi verið að sé á leiðinni verði komið út.28 Hvað gerðist bak við tjöldin er ekki opinberlega kunnungt, en 15. mars 179629 skrifaði Ólafur Stephensen fyrir hönd Landsuppfræðingafélagsins eitt promemoria og biður formlega um leyfi til handa Landsuppfræðingafé- laginu til að gefa út nýja sálma- og messubók til almennrar uppbyggingar í landinu, í stað hinnar 200 ára gömlu messubókar sem innihaldi að hluta til sálma og orðatiltæki sem verki stórlega illa á fólk. Hann getur þess sérstak- lega að Hannes biskup Finnsson hafi með eigin hendi lagfært nokkra þess- ara sálma. Kanselíið gaf sér góðan tíma. 16. júlí 179630 skrifaði það stiftsamtmann- inum bréf um hina nýju íslensku sálma- og messubók sem svar við bréfi biskups frá 20. janúar sama ár. Bréfið frá Ólafi stiftsamtmanni frá 15. mars er ekki nefnt. 26 Lovs.f.lsl. VI, 253. 27 Lovs.fJsl. V, 56-57.(sbr.nmgr.l6) 28 Á þessum tíma voru í gangi margar tillögur að nýjum messusöng í Danmörku. Sjá: Gudstjenstekollekt- eme, 369-373. 29 LovsfJsiy1,253-254. 30 Z.o/í/./.í/.VI,253 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.