Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 107
Hann hefur annars áhyggjur af því hvemig þetta mál skuli lagt fyrir bisk-
upana til að tryggja góða endalykt, og stingur reyndar upp á því að leggja
málið beint í hendur stiftamtmanns. Hann er sem sagt ekki upplýstur um
bréf Ólafs stiftamtmanns, né heldur svarið, - en þessi leið var öðrum ljós og
hafði þegar verið valin.
Hannes biskup hefur ef til vil vill aldrei vitað af þessum bréfaskriftum.
Hins vegar fékk hann bréf kanselísins til stiftamtmanns frá 24. okt. sem fyrr
er minnst á, og varð lítið glaður yfir innihaldi þess. Með þeirri leið sem þar
var valin var útgáfa helgisiða- og sálmabóka ekki lengur á verksviði bisk-
upanna heldur var hún komin á framfæri veraldlegra embættismanna, þó að
þeir starfi í umboði konungs, og gat verið falin privat persónum án samráðs
við biskupana.
Af þeirri ástæðu skrifaði Hannes biskup kanselíinu bréf hinn 20. janúar
179626 og biður um úrskurð í þessu máli. Hann vill fá að vita hvort bréfið frá
178427 sé enn í gildi og hvort verkefnið að koma út nýrri sálma- og messu-
bók sé ekki enn hjá biskupunum. Nú sé nefnilega loksins hægt að halda
áfram með það verk vegna þess að vandræðagangurinn út af prentverkinu sé
úr sögunni. Hann vill þó líka vita eftir hvaða reglu skuli farið og hvort ef til
vill skuli beðið með breytingar á messusöngnum þar til hið nýja kirkjuritúal
í Danmörku sem boðað hafi verið að sé á leiðinni verði komið út.28
Hvað gerðist bak við tjöldin er ekki opinberlega kunnungt, en 15. mars
179629 skrifaði Ólafur Stephensen fyrir hönd Landsuppfræðingafélagsins
eitt promemoria og biður formlega um leyfi til handa Landsuppfræðingafé-
laginu til að gefa út nýja sálma- og messubók til almennrar uppbyggingar í
landinu, í stað hinnar 200 ára gömlu messubókar sem innihaldi að hluta til
sálma og orðatiltæki sem verki stórlega illa á fólk. Hann getur þess sérstak-
lega að Hannes biskup Finnsson hafi með eigin hendi lagfært nokkra þess-
ara sálma.
Kanselíið gaf sér góðan tíma. 16. júlí 179630 skrifaði það stiftsamtmann-
inum bréf um hina nýju íslensku sálma- og messubók sem svar við bréfi
biskups frá 20. janúar sama ár. Bréfið frá Ólafi stiftsamtmanni frá 15. mars
er ekki nefnt.
26 Lovs.f.lsl. VI, 253.
27 Lovs.fJsl. V, 56-57.(sbr.nmgr.l6)
28 Á þessum tíma voru í gangi margar tillögur að nýjum messusöng í Danmörku. Sjá: Gudstjenstekollekt-
eme, 369-373.
29 LovsfJsiy1,253-254.
30 Z.o/í/./.í/.VI,253
105