Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 122

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 122
Ég sveiflast frá æðisgenginni bjartsýni til ömurlegrar svartsýni, frá lífi til dauða. Eina stundina efast ég ekki um að þetta verði eins og hver önnur tíma- bundin leiðindi og ég muni sigla í gegnum þetta með bros á vör. Hina stund- ina skipulegg ég jarðarförina mína í hörgul og kveð börnin mín og manninn hinstu kveðju. (s. 22) í þjáningunni er gjarnan leitað að orsökum og réttlætingu fyrir því sem á dynur. Spumingar eins og „Af hverju ég?“ og „Hvað hef ég gert sem verð- skuldar þessa refsingu?“ verða ágengar og oftar en ekki beinast spjótin að æðri máttarvöldum. Líkingin af námskeiðinu, þar sem kennarinn leikur lyk- ilhlutverk, myndar ramma utan um þessar spumingar: Mér líður eins og verið sé að refsa mér fyrir eitthvað sem ég hef ekki gert. Ég er látin sitja eftir og ég veit ekki af hverju. Kennarinn er bara ótrúlega ósanngjam og refsar mér að ástæðulausu ... Eins og ég hafi fallið á prófi og verði að sitja heilt skólaár aftur í sama bekk (s. 105-6). Nemandinn neitar að gefast upp, hún grípur til andófsins og sker upp herör gegn Guði sínum. Hún er reið og reiðin fær útrás í mótspyrnunni: „Ég er reið! Fjúkandi reið! Hvað á þetta eiginlega að þýða? ... Þetta er óréttlátt! Guð! Heyrirðu það! Ég vil þetta ekki! Gamli karlfauskur!“ (s. 65-6). En stundum þrýtur kraftinn til að berjast og þá tekur við „hrópið úr djúpinu", náskylt þeim bænarópum sem varðveitt eru í sálmasafni Gamla testament- isins': ... Hvar ertu eiginlega guð? Af hverju dembirðu þessu yfír mig og yfirgefur mig síðan? Þarf ég að gera allt ein? Hvar ertu? Er enginn sem vill miskunna sig yfir mig? Ég get ekki meira. Ég sest upp í rúminu og spenni greipar eins og þegar ég var fimm ára í sunnudagaskólanum. „Góði guð, haltu í höndina á mér. Ég get þetta ekki ein. Ég rata ekki sjálf. Leyfðu mér að vera með þér. Leiddu mig í gegnum skóginn. Kveiktu ljósið í hjarta mínu svo að ég finni leiðina. Hjálpaðu mér. Vertu með mér.“ (s.66-7) í þessu samhengi er ljóst að megintilgangur spurninganna er ekki að leita svara, heldur þráin eftir að heyra rödd Guðs, að finna fyrir nærveru Guðs mitt í þjáningunni. Önnu Pálínu verður tíðrætt um einangrunina andspænis þjáningunni. Hún talar um að vera „alein gagnvart ógninni“ (s. 65), en þá á hún ekki ein- 1 Davíðssálmur 130 er nærtækt dæmi, en hann byrjar svo: „Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn, Drottinn, heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína!“ 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.