Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 122
Ég sveiflast frá æðisgenginni bjartsýni til ömurlegrar svartsýni, frá lífi til
dauða. Eina stundina efast ég ekki um að þetta verði eins og hver önnur tíma-
bundin leiðindi og ég muni sigla í gegnum þetta með bros á vör. Hina stund-
ina skipulegg ég jarðarförina mína í hörgul og kveð börnin mín og manninn
hinstu kveðju. (s. 22)
í þjáningunni er gjarnan leitað að orsökum og réttlætingu fyrir því sem á
dynur. Spumingar eins og „Af hverju ég?“ og „Hvað hef ég gert sem verð-
skuldar þessa refsingu?“ verða ágengar og oftar en ekki beinast spjótin að
æðri máttarvöldum. Líkingin af námskeiðinu, þar sem kennarinn leikur lyk-
ilhlutverk, myndar ramma utan um þessar spumingar:
Mér líður eins og verið sé að refsa mér fyrir eitthvað sem ég hef ekki gert.
Ég er látin sitja eftir og ég veit ekki af hverju. Kennarinn er bara ótrúlega
ósanngjam og refsar mér að ástæðulausu ... Eins og ég hafi fallið á prófi og
verði að sitja heilt skólaár aftur í sama bekk (s. 105-6).
Nemandinn neitar að gefast upp, hún grípur til andófsins og sker upp herör
gegn Guði sínum. Hún er reið og reiðin fær útrás í mótspyrnunni: „Ég er
reið! Fjúkandi reið! Hvað á þetta eiginlega að þýða? ... Þetta er óréttlátt!
Guð! Heyrirðu það! Ég vil þetta ekki! Gamli karlfauskur!“ (s. 65-6). En
stundum þrýtur kraftinn til að berjast og þá tekur við „hrópið úr djúpinu",
náskylt þeim bænarópum sem varðveitt eru í sálmasafni Gamla testament-
isins':
... Hvar ertu eiginlega guð? Af hverju dembirðu þessu yfír mig og yfirgefur
mig síðan? Þarf ég að gera allt ein? Hvar ertu? Er enginn sem vill miskunna
sig yfir mig? Ég get ekki meira. Ég sest upp í rúminu og spenni greipar eins
og þegar ég var fimm ára í sunnudagaskólanum. „Góði guð, haltu í höndina
á mér. Ég get þetta ekki ein. Ég rata ekki sjálf. Leyfðu mér að vera með þér.
Leiddu mig í gegnum skóginn. Kveiktu ljósið í hjarta mínu svo að ég finni
leiðina. Hjálpaðu mér. Vertu með mér.“ (s.66-7)
í þessu samhengi er ljóst að megintilgangur spurninganna er ekki að leita
svara, heldur þráin eftir að heyra rödd Guðs, að finna fyrir nærveru Guðs
mitt í þjáningunni.
Önnu Pálínu verður tíðrætt um einangrunina andspænis þjáningunni.
Hún talar um að vera „alein gagnvart ógninni“ (s. 65), en þá á hún ekki ein-
1 Davíðssálmur 130 er nærtækt dæmi, en hann byrjar svo: „Úr djúpinu ákalla ég þig, Drottinn, Drottinn,
heyr þú raust mína, lát eyru þín hlusta á grátbeiðni mína!“
120