Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 128
J. Clinton McCann, Jr. og James C. Howell, Preaching the Psalms.
Nashville: Abingdon Press 2001, 144bls.
Á liðnum árum hefur kirkjan enduruppgötvað Saltarann sem uppsprettu
innblásturs og tungutaks lofgjörðar til Guðs og í helgihaldinu.
Engu að síður er það útbreidd skoðun meðal prédikara að aðrir textar séu
betur fallnir til að prédika út frá. Bandarísku fræðimennimir J. Clinton
McCann og James C. Howell leggja til atlögu við þetta útbreidda viðhorfa.
Þeir halda því fram að sálmar Saltarans leggi prédikaranum upp í hendurn-
ar margvíslega möguleika til að tala til safnaðarins í prédikun. Bókin hefur
að geyma margvísleg dæmi um notkun sálmanna (áhrifasögu þeirra) um
aldir. Mörg dæmanna er mjög skemmtileg og áhugaverð. Þannig er að finna
fjölmörg dæmi um hvemig ýmsir af þekktustu guðfræðingum kirkjusög-
unnar hafa nýtt sálmana í prédikunum sínum og einnig birta höfundamir
nokkrar prédikanir sínar sem dæmi (Út af sálmum 85, 73, 19 og 22). Ein
þessara prédikana þótti mér sérstaklega góð, þ.e. prédikunin út frá S1 73 sem
fjallaði um vandamál þjáningarinnar.
Af kunnum guðfræðingum sem oft prédikuðu út frá sálmunum er nefnd-
ur til sögunnar Karl Barth, trúlega þekktasti guðfræðingur 20. aldar. Hann
hélt upp á 70 ára afmæli sitt með því að heimsækja fanga í fangelsi einu og
prédika fyrir þá. Prédikunartexti hans var S1 34:6. Af öðrum þekktum prest-
um er nefndur Martin Luther King, Jr., sem leitaði gjaman á náðir
sálmanna. I flestum prédikana hans komu fyrir upphafsorðin úr sálmi 13
(angurljóð): „Hvers lengi?“ Honum fannst, sem kunnugt er, að réttindabar-
átta blökkumanna gengi hægt.
Þá er hér að finna kunna frásögn af því hvemig sálmamir hjálpuðu sov-
éska Gyðingnum og andófsmanninum Anatoly Sharansky að þrauka af
þrælkunarvinnu og einangrun í Síberíu um árabil. Hann kallar sig nú Natan
Sharansky og er ráðherra í ríkisstjórn ísraels.
Einnig eru nefnd dæmi af sumum kirkjufeðranna og túlkun þeirra á ýms-
um sálmum, túlkun sem mörgum finnst vafalaust mjög framandi nú á dög-
um. Þannig túlkar Ágústínus „kyrru vötnin“ í S1 23 (þ.e. vötnin þar sem ég
má næðis njóta) sem skírnina og „borðið“ og „hús Drottins“ táknuðu, að
hans mati, kvöldmáltfðina. Hið óhugnanlega niðurlags S1 137, þar sem sá
maður er sagður „sæll“ sem slái niður við stein börnum Babýlóníumanna,
túlkaði Ágústínus á þann veg að hér væri átt við litlu syndimar sem þyrfti
að brjóta á steini áður en þær yrðu að stórum steini. Steinninn var, í huga
Ágústinusar, annað hvort kirkjan eða Kristur.
126