Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 129

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 129
Þá er vitnað til frægra ummæla Lúthers sem kallaði Davíðssálma „litla Biblíu.“ Bandarískir prédikarar hafa löngum kunnað að meta sálma Gamla testa- mentisins. Einn slíkur var Henry Ward Beecher, sem starfaði í Brooklyn í New York á síðari hluta 19. aldar. Hann prédikaði út frá S1 23 rétt fyrir þrælastríðið og kallaði sálminn „næturgalann meðal sálmanna.“ Mjög oft er vitnað til þessara orða hans. Um þetta leyti fór sálmur 23 að öðlast þann ein- staka sess í bandarískri menningu sem hann hefur haft síðan. Höfundar velja athygli á því að Saltarinn sé sönnun þess að Biblían er ekki einhlið opinberun Guðs til okkar heldur á þar sér stað samtal milli Guðs og lýðs hans. Fyrir kristna prédikara er Saltarinn ekki bara Gamla testamenti heldur hluti hins sameinaða helgiritasafns, þ.e. Gamla og Nýja testamentisins eða Biblíunnar. Ekki reyna þeir McCann og Howard að benda á einhverja eina aðferð um hvemig prédika eigi út frá sálmunum. Með sama hætti og Saltarinn ein- kennist af miklum fjölbreytileika eigum við að leyfa okkur að nálgast sálm- ana á fjölbreytilegan hátt. En þeir benda í því sambandi sérstaklega á mik- ilvægi myndmálsins. Þá benda þeir á að bænin þarfnist æfinga. Þá er minnt á það sem norski G.t.-fræðingurinn, S. Movinckel, lagði einkum áherslu á, þ.e. að sálmamir spruttu upp úr heillandi og lifandi helgi- haldi og oft megi sjá táknfræði musterisins endurspeglast í mörgum sálmanna. Vakin er athygli á því hversu áhrifaríkt drama það er í sálmunum þegar harmur breytist í lofgjörð, sbr. S1 13. Þar sé á ferðinni kröftugt orð til þeirra sem þora að biðja með orðum sálmanna. Harmsálmamir kenna okkur líka að við megum efast og hrópa í örvænt- ingu. Hinn kunni bandaríski G.t.-fræðingur Walter Brueggemann hefur vak- ið athygli á mikilvægi harmsálmanna og þá ekki síður harmsálma safnaðar- ins heldur en harmsálma einstaklinga. í því sambandi leggur hann áherslu á að við höfum næstum glatað hæfileikanum til að hugsa guðfræðilega um opinber- og almenn málefni. Hann segir líka að breytingin frá harmi til lof- gjörðar í sálmunum samsvari breytingunni frá einsemd til samfélags. Þessi bók er gott dæmi um árangursríkt samstarf kirkju og háskólasam- félags. Báðir höfðu höfundamir hinn kunna biblíufræðing Roland E. Murphy sem leiðbeinanda í doktorsnámi sínu og er bókin tileinkuð honum. Þetta er fróðleg bók sem mun örugglega höfða mjög til allra þeirra sem áhuga hafa á Davíðssálmum, ekki síður leikmanna en fræðimanna. Bókin er þó engan veginn gallalaus. Stundum virðist hún dálítið sam- hengislaus, dæmi um notkun sálmanna eru rakin án þess að nokkuð sérstakt 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.