Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 131

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 131
Dansk kommentar till Davids Salmer /-///. Redigeret af Else K. Holt og Kirsten Nielsen. K0benhavn: Forlaget ANIS, 2002. Það þriggja binda verk sem hér um ræðir er eitt nýjasta skýringaritið við Saltarann. Ég hafði oft gagn af því í kennslu minni á ritskýringarnámskeiði um Davíðssálma á vormisseri 2004 og benti nemendum á að nýta sér það í ritgerðarvinnu í sama námskeiði, sem þeir og gerðu. Það er ánægjulegt að sjá tvær konur ritstýra verki sem þessu. Það er til marks um sívaxandi hlutdeild kvenna í biblfufræðunum. Jafnframt er það tímanna tákn að það eru tíu höfundar sem skrifa þetta verk. Það er varla á færi nokkurs eins manns lengur að hafa yfirsýn yfir öll þau ógrynni sem skrifuð eru á þessu fræðasviði. Sjálfur hef ég um árbil unnið að riti um Saltarann og á stundum hef ég fyllst örvæntingu yfir því sívaxandi magni af bókum sem stöðugt koma út um Davíðssálma sem og önnur rit Biblíunnar. Þetta danska verk er allrar athygli vert og sumt nýstárlegt í því. Einkum gleður það mig að sjá að áhrifasagan („framhaldslíf textanna") fær talsvert vægi í því. Ahrifasagan er raunar takmörkuð við áhrif Davíðssálma í dönsku samhengi, einkum dönsku kirkjulífi. Sjálfur hef ég talað fyrir því í rúman áratug að áhrifasögunni sé sinnt í ritskýringu en þar hefur henni lengst af algjörlega verið úthýst. Á allra síð- ustu árum hafa sést ánægjuleg merki þess að á þessu sé að verða nokkur breyting. Áhrifasögu sálmanna er einkum sinnt í 1. bindi þessa ritverks þar sem 8. kaflinn fjallar um Saltarann í sögu hinnar dönsku Biblíu, 9. kaflinn fjallar um sálma Gamla testamentisins í dönsku guðsþjónustunni og 10. kaflinn fjallar um Davíðssálmana í dönskum sálmabókum. Þá er af og til að finna upplýsingar á sviði áhrifasögu í tengslum við ritskýringu einstakra sálma, svo sem hvort þeir séu lesnir á ákveðnum tíma kirkjuársins og hvort sé að finna sálma í dönsku sálmabókinni sem ortir eru út af viðkomandi Davíðs- sálmi. Ritskýring einstakra sálma er merkt ákveðnum höfundum og áherslur þeirra eru vissulega nokkuð mismunandi, eins og óhjávæmilegt hlýtur að teljast. En í heildina finnst mér þó ritið býsna samstætt. Umfjöllun um einstaka sálma er yfirleitt þannig að byrjað er á textarýni þar sem gerð er grein fyrir ólíkum lesháttum handrita o.þ.h. Síðan er fjallað um byggingu sálmsins og undir þeim lið hvaða tegund (Gattung) hann heyr- ir til. Þar á eftir er fjallað um það sem kallað er einkenni sálmsins (stundum 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.