Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 132
er fjallað um tegund sálmsins undir þeim lið), þá kemur hin eiginlega rit-
skýring undir yfirskriftinni túlkun og er hún byggð á hebreska frumtextan-
um og dönsku biblíuþýðingunni frá 1992.
Gert er ráð fyrir að lesendur sem ekki kunna hebresku geti haft gagn af
þessu riti. Hin eiginlega ritskýring er yfirleitt fremur stuttorð og er í þess
stað vísað til annarra ítarlegri skýringarita, einkum þýskra. I lokin fylgja
stundum ákveðnir fróðleiksmolar á sviði áhrifasögunnar. Röðin er ekki
alltaf þessi og augljóst að einstakir höfundar hafa haft talsvert frelsi um
hvernig þeir nálguðust viðfangsefni sitt.
Yfirleitt fjalla sömu höfundar um nokkra sálma í röð og er þar með ver-
ið að koma á framfæri þeim skilningi að tengsl geti verið á inilli sálma sem
standa saman og niðurröðun sálmanna sé ekki háð algjörri tilviljun.
I ritinu eru skrifaðir sérstakir inngangskaflar að „söfnum" innan Saltar-
ans. Þannig skrifar t.d. Else K. Holt inngang að Asafsálmunum (S1 50 og 73-
83) og ritskýrir þá jafnframt. Með þessu móti er uppbygging sálmasafnsins
stöðugt til skoðunar í þessu riti og er það í samræmi við áhersluna í þessum
fræðum á síðustu árum. Með sama hætti skrifar Bodil Ejrnæs inngang að S1
111-118, hinum svokölluðu hallelúja-sálmum og ritskýrir þá einnig.
Kirsten Nielsen skrifar innganginn að helgigönguljóðunum, þ.e. S1 120-
134 o.s.frv. Það er fleira en yfirskriftin sein tengir þá sálma saman. En
fræðimenn eru yfirleitt sammála um að sálmar þessir heyrir þó til mismun-
andi tegundum (Gattungen). Meðal þess sem Kirsten Nielsen nefnir að þeir
eigi saineiginlegt er að þeir eru nær undantekningalaust mjög stuttir, þeir
fela í sér margvíslegar hliðstæður ásamt stílbrigðum eins og hljóðlíkingum
og myndmáli. Ahrif úr arameisku eru áberandi og langflestir þeirra enda á
kveðjum eins og „Drottinn varðveiti útgöngu þína og inngöngu" (121:8),
„Hjálp vor er í nafni Drottins,/skapara himins og jarðar“ (124:8), „Friður sé
yfir ísrael" (125:5 og 128:6) o.s.frv. Margir þeirra eru líka tengdir Síon/Jer-
úsalem og kemur það auðvitað vel heim og saman við yfirskrift þeirra.
Nielsen bendir hins vegar á að margt sé líka ólíkt með þessum sálmum
og sérkenni einstakra þeirra bendi til að þeir hafi upphaflega ekki heyrt til
sama flokki.
Þetta vandaða danska skýringarit viðheldur danskri hefð á sviði skýr-
ingarita við sálmana. Þama er byggt á traustri fræðimennsku, lítið um
óvæntar eða róttækar túlkanir en greina má ákveðinn skyldleika við ýmis-
legt sem einkennt hefur norrænar sálmarannsóknir. Danskir fyrirrennarar
þessa verks eru einkum Frants Buhl (1850-1932), sem sendi frá sér vandað
skýringarit árið 1900 og í 2. útgáfu 1918. í kjölfarið fylgdi síðan Aage
Bentzen (1894-1953) árið 1939 með verki sínu Fortolkning til de
130