Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 18
SKAGFIRÐINGABÓK
Ris var á því og þar svefnstaður manna, sem unnu að slátrun.
Réttarhúsið tók þrjú til fjögur hundruð fjár, en það var sá fjöldi,
sem hægt var að slátra yfir daginn. I norðurenda þessa húss
voru afþiljaðar geymslur, önnur fyrir gærur, hin fyrir salt.
Réttarhúsið í Kolkuósi var merkileg framkvæmd á sinni tíð
og sýnir, hvað Hartmann var á undan sinni samtíð á ýmsum
sviðum. I áratugi eftir þetta voru engin réttarhús á Sauðárkróki.
Sauðfé, sem beið slátrunar, varð að standa í opnum útiréttum í
hvaða veðri sem var og vaða leðju á réttargólfi, þegar úrfelli
var.
Arið 1908 reisti Kaupfélag Skagfirðinga sláturhús á Sauðár-
króki, sem Sláturfélag Skagfirðinga tók við litlu síðar. Sýslu-
nefnd Skagafjarðarsýslu hafði lánað úr sýslusjóði 2000 krónur
til að byggja þetta hús.
Að þessu gefna tilefni skrifaði Hartmann sýslunefndinni
eftirfarandi bréf:
„Sláturhús úr steini hefi eg undirritaður hugsað til að
byggja á Kolkuós þetta ár.
Til þess slíkt hús sé fyrir mikinn hluta Austur-Skagafjarð-
arsýslu, sem virðist liggja vel við, þarf það að vera svo
stórt, að slátrað sé á dag 3—400 fjár.
Viðvíkjandi þessari byggingu vildi eg leyfa mér að spyrja
hina háttvirtu sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, hvert henni
þóknist að lána mér af sýslusjóði tvö þúsund — 2000
krónur — með sömu kjörum og lánað var til sláturhús-
byggingar á Sauðárkróki, gegn því að austursýslan fái
nefnt sláturhús til eignar fyrir sanngjarnt verð, þegar hún
vill annast slátrun sjálf.
Til tryggingar hefur sýslusjóður veð í húsinu meðan lánið
stendur.
16
Virðingarfyllst,
Kolkuósi 24. febr. 1913.
Hartmann Asgrímsson. “