Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 23
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
Assistentinn öflugur
og til verka hraður.
Geitahirðir göfugur
og gætinn sauðamaður.
Assistentinn var Halldór Gunnlaugsson bókhaldari, geita-
hirðir var Stefán sjálfur og sauðamaður Jón Arnbjörnsson.
Það var á bændanámskeiði á Hólum, gæti hafa verið 1911, að
rætt var um geitur, kosti þeirra og galla. Þá var kveðið:
Hartmanns geitur ganga fjær,
grönnum valda ei tjóni.
Menn halda að hann hafi þær
í höfðinu á Jóni.
Ekki er nú vitað um höfund vísunnar, né heldur hver Jón var,
sem nefndur er, nema það hafi verið Jón bóndi á Bakka í
Viðvíkursveit, en hann var mælskur vel og tók gjarnan þátt í
umræðum á mannfundum.
Strax á fyrstu árum Hartmanns í Kolkuósi fór hann að sinna
ýmsum málum fyrir sveitunga sína. Það var á fyrstu árum
aldarinnar, að hann fór til Akureyrar um vetur til að skrifa
undir lán í banka fyrir bændur, sem voru að kaupa jarðir. Hann
var skíðamaður góður og fór frá Kolkuósi norður yfir Heljar-
dalsheiði og inn til Akureyrar sama daginn.
Eins og víða annars staðar voru deilur um símamálið í
Viðvíkurhreppi á fyrsta áratug aldarinnar. Menn skiptust í hópa
með og móti. Þeir Hofstaðabræður, Björn og Sigurður, voru á
móti símanum og Pálmi á Svaðastöðum. Mikill hiti var í
mönnum og símavitleysingar voru þeir kallaðir, sem vildu, að
sími yrði lagður. Eindregnir stuðningsmenn símans voru séra
Zophónias í Viðvík, Jósef á Vatnsleysu og Hartmann í
21