Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 25
HARTMANN ÁSGRÍMSSON í KOLKUÓSI
Næst er skrifað í fundargerðabókina:
„Gangi prófasturinn að því að þiggja 3 kr. lækkun þessa á
útsvari sínu, þá samþykkir hreppsnefndin að láta þetta tilboð
Hartmanns ekki koma niður á honum, heldur fella þær af
tekjum hreppsins, þar sem hún þykist hafa jafnað fyllilega niður
á hann sem aðra eftir efnum og ástæðum.“
Þess er getið í fundargerðinni, að séra Zophónias hafi verið á
fundinum, en ekki svarað því, hvort hann vildi þiggja lækkun á
útsvari, sem boðin var. Hann átti þá fáa daga ólifaða. Séra
Zophónias andaðist í Viðvík 3. janúar 1908.
Hinn 15. júní 1910 var almennur sveitarfundur haldinn í
Viðvíkurhreppi og tveir menn kosnir í hreppsnefnd. Hartmann
var endurkosinn með 17 atkvæðum og varð oddviti eftir þær
kosningar. Svo skeði þar hið undarlega fyrirbæri, að Guðrún
Bergsdóttir, seinni kona Magnúsar bónda á Ytri-Hofdölum, var
kosin í hreppsnefnd með 11 atkvæðum. Guðrún gæti hafa verið
fyrsta kona á Islandi, sem kosin hefur verið í sveitarstjórn, því
konur fengu kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna með
lögum 1909.
A fyrsta fundi þessarar hreppsnefndar 19. júní var það fyrsta
mál, að Guðrún var spurð að því, hvort hún tæki við starfi, því
samkvæmt nýju lögunum máttu konur neita kosningu, og þegar
hún neitaði því ekki, var henni fengið verkefni; skrifað í
fundargerð:
„4. Mál. Hreppsnefndin felur Guðrúnu Bergsdóttir að sækja
föt Jóns sáluga Jónssonar, sem dó á sjúkrahúsi á Sauðárkróki og
koma þeim til uppboðs á næstkomandi hreppaskilum."
Guðrún Bergsdóttir var sex ár í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps
og sýndi mikinn dugnað og útsjónarsemi í stjórn fátækramála,
en margir þurftu á hjálp að halda, börn, gamalmenni og sjúkl-
ingar.
Sumarið 1910 var lagður sími frá norðurlínu til Siglufjarðar
um Viðvíkurhrepp. Landssímastöð var þá sett á stofn í
Kolkuósi. Ágreiningur var um það, hvort hreppurinn ætti að
23