Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
við Hólagránu og sögn manna um svipfar þeirra. Það var að
ráði Theodórs, að þau voru leidd saman Sörli á Svaðastöðum og
Nanna 1921.
1922 fæðist Hörður í Kolkuósi 112, er ævilangt var notaður
hér í Kolkuósi og á marga glæsta afkomendur, meðal annarra
Hörð í Kolkuósi 591, sem að margra dómi er einn glæsilegasti
alhliða hestur, er fram hefur komið.“
Síðar í sömu grein skrifar Sigurmon:
„Nú er eg hér með 200 ára gamla hreinræktaða Svaðastaða
hrossaræktun.“
Það er ekki ástæða til að mótmæla því, að reiðhestakyn
Svaðastaðamanna hafi verið ræktað í 200 ár, en litlar heimildir
munu vera til um það fyrir 1860, að Hólagrána var fengin þar.
Arið 1762 var Björn Sigfússon bóndi á Svaðastöðum og
afkomendur hans alla tíð síðan. Sonarsonur Björns, Þorkell
Jónsson, faðir hinna mörgu Svaðastaðasystkina, var bóndi á
Svaðastöðum í 62 ár, 1819—1881.
Þegar Björn Þorkelsson flutti frá Svaðastöðum að Sveinsstöð-
um 1864, kom hann með nokkur hross, og þau voru að öðrum
þræði stofn að reiðhestakyni hans. Björn var talinn hestamaður,
tamdi hesta og seldi, þó ekki væri það í eins miklum mæli og
Jón bróðir hans á Svaðastöðum. I bókinni Horfnir góðhestar
segir Asgeir Jónsson nokkuð frá reiðhestum á Sveinsstöðum.
Eg hef heyrt þá sögu, að Jón Benediktsson hafi skilið Hóla-
gránu eftir í fjörunni á Sauðárkróki, þegar hann fór til Ameríku
1887, og vinur hans Pétur Sigurðsson á Sjávarborg hafi tekið
hana þar og hnakkinn. Sé þetta rétt, hefur Hólagrána þá verið
27 vetra og ekki til annars en fella hana að velli. Það er ekki
ástæða til að efast um aldur Hólagránu. Munnlegar heimildir
eru til frá mörgum, meðal annars frá Stefáni Sigurðssyni bónda
á Þverá í Blönduhlíð. Hann var fæddur 1862 og var á Svaðastöð-
um frá 11 ára aldri fram á fullorðinsár og hefur vafalaust séð
Gránu oft og heyrt talað um, hvenær hún rann upp.
30