Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
Með bréfi 4. marz 1938 sótti Hartmann í Kolkuósi um leyfi
til sýslunefndar að mega vana hesta sína sjálfur, eins og hann
hefði gert um nokkur ár.
„Þess skal getið,“ segir hann í bréfinu, „að eg hefi aldrei
vanað hest án þess að svæfa hann með klóróformi. I einstökum
tilfellum hef eg fengið aðra til að gelda, en þá annast svæfingu
sjálfur.“
Stefán á Þverá vanaði hesta um langt árabil og á síðustu árum
hans var Hartmann eitthvað með honum og fékk tengurnar
eftir hans dag, 1933.
Jónína Antonsdóttir ólst upp í Kolkuósi, eins og fyrr er frá
sagt. Hún hefur þetta að segja þaðan:
„Hartmann var mikið prúðmenni, skipti ekki skapi svo vart
yrði við. Hann var hestamaður og átti ágæta reiðhesta. Hann
var tregur að lána hesta, hafði hvekkzt á því og hestar úr lánum
komið illa útleiknir. Hartmann var mikill dýravinur og nærfær-
inn við skepnur.
Stóðhesturinn Hörður var svo góður, að eg hef aldrei komið
á bak betri hesti,“ sagði Jónína. „Hann var mjög viljagóður og
hafði feikna skeið.
Þau hjón voru sí og æ að gefa fátækum. Eg var oft send fram á
bæi með nýjan fisk eða annað, sem fólk þar vantaði.
Hartmann átti bát, og stundum komu menn úr sveitinni og
réru til fiskjar til að fá í soðið, en Hartmann fékk hlut fyrir
bátinn.
Það var alltaf margt fólk í Kolkuósi, ekki aðeins heimilisfólk,
heldur fólk, sem hvergi átti höfði sínu að halla, sjúklingar, sem
biðu eftir sjúkrahúsvist, og einstæðar mæður, sem voru lengur
eða skemur."
Marteinn Steinsson kennari á Sauðárkróki hefur ritað það sem
hér fer á eftir:
„Hartmann Asgrímsson í Kolkuósi átti góða og fallega hesta
32