Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 43
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
tóku í málaleitan hans og samkvæmt svari síra Jóns var málið
útrætt af hans hálfu. Eftir að til Hafnar kom var Baldvin fljótur
að hefja kynni af konum sem lyktaði með ótímabærri barneign
og giftingu og þar sat hann fastur til æviloka. Hann eignaðist
þrjú börn með konu sinni, Johanne Hansen en aðeins eitt lifði
til fullorðinsára, Einar Bessi sem eignaðist afkomendur í Þýska-
landi. Sjálfur dó Baldvin af afleiðingum brunasára er kviknaði í
á heimili hans; þessi „fríða, fullstyrka frelsishetja", eins og
Jónas Hallgrímsson orti um hann, lést eftir miklar þjáningar 9.
febrúar 1833. Mönnum harmdauði fram á þennan dag.
Nú eru því liðin 150 ár frá dauða hans. Er vissulega vert að
minnast þess að hann hóf baráttuna fyrir frelsi íslenskrar þjóð-
ar, enda þótt hún virðist hafa gleymt þessum frumherja sínum,
jafnvel á hátíðlegum stundum. Samtímamenn og næstu kyn-
slóðir kunnu að meta hann. Auk Jónasar ortu eftir hann Jón
Espólín, Ogmundur Sigurðsson og Gísli Brynjúlfsson. Og vit-
anlega þarf að fara til Noregs til þess að sjá skrifað opinskátt um
frelsiskröfur á þessum tíma. „Den Frimodige“ var frjálslynt
norskt tímarit, stofnað 1833. Það birti smágrein um Baldvin í
desember það ár. Þar segir m. a.: „Einarson var en ung islandsk
Student, der, besjælet af ædelt Fædrelands- og Frihedssind, vo-
vede i Danmark at tolke sine Landsmænds Folelser, og paatale
deres Rettigheder“.
Utgáfa Armanns á alþingi þegar á árinu 1828 sýnir stórhug og
djörfung sem sannarlega var án viðmiðunar í hópi íslenskra
manna í Kaupmannahöfn um það leyti. Bestu mennirnir fagna
af alhug útgáfu hans en svefngenglar og öfundarmenn vildu
hann feigan. Fleiri gerast áskrifendur en að Nýjum félagsritum
Jóns Sigurðssonar, svo dæmi sé nefnt. Armann var m. a. s. eina
fræðsluritið sem lesið var upphátt á heimilum, svo vitað sé. Það
eitt mátti telja afrek.
Hve skjótur Baldvin var að vinna hylli landa sinna á stuttri
starfsævi — liðlega sex árum — sýnir að foringjahæfileikar hans
voru augljósir og að draumur um þjóðfrelsi og betra líf hefur
41