Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 48
SKAGFIRÐINGABÓK
einu landi, þeir eru eins og máttartré í húsi sem öll
byggíngin lyggr á; Eg tala ecki svomikid um þá ríku sem
nú kunna ad finnast í Islandi því þeirra ríkdómr er
einungis jardagóts, og eru ad ödru leiti framkvæmdarlitlir,
eda ad minsta kosti hafa eigi stórt annad eda meira fyrir
stafni enn þeir sem óríkari eru og þó fatækir séu.
Islendíngar kunna heldr ecki ennþá ad nota ríkidæmi.
Audæfin ega ecki ad liggja adgjördalaus, þau ega ad vera í
sífeldri hræríng, med þeim á madrinn ad framkvæma allt
þad sem án þeirra ecki verdr framkvæmt fyrir lönd og lídi.
Egandinn á ecki ad lifa af þeim einsamall, heldr miklu
fleiri, sem hræra Alnirnar fyrir þá. Þessa kunnáttu fá
Íslendíngar enganvegin fyrri enn þeir fá sína verzlan
sjálfir, og engar veruligar framfarir komast fyrri á í
landinu.
Reyndu nú til fyrir alvöru ad fá nockra menn med þér
til ad byria þetta felag. Gérdu þér nú töluverdt ómak. Eg
skal géra allt hvad í mínu valdi stendr til ad hiálpa Yckr
Bessi bródir er madr trúr og rádvandur og þad ord hefir
hann þegar fengid á sig ámedal þeirra sem þeckja hann, eg
er viss um ad ef hann fengi dálítid meira snid á sig, þá væri
hönum hægt ad utvega sér álit án fyrirhafnar.
Berdu þig nú ad tala vid þessa menn sem eg nefndi í
sumar, eda þá adra sem þér kynni ad líka betur, og mikid
hafa ad segia í Hérudum. brukadu alla þína málsnild til ad
telja þá,1 því ad þess þarf med, segdu þeir verdi ad rífa sig
lausa frá kaupmannanna Herradæmi, þad sé manndoms-
legt, og líkt forfedrunum. Þessháttar framkvæmdar séu
nýar í Islandi, enn í útlöndum séu þær almennar, og þad
sem hætt sé, sé lítid, og alment í útlöndum, sem satt er.
Segdu þeim ad allt skuli verda reiknad svo nidr fyrirfram
1 Svo í handriti.
46