Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 57
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
Polen (sem Russland og Preussen og Austrríki skiptu á
milli sín á næstlidinni Old) þad er ad skilia sá hlutinn sem
Russar fengu sídarst, hefir gert uppreist móti keisaranum.
Hofdu þeir nærri því drepid Constantín bródr hans, sem
var höfudsmadr í Höfudborg Polakkanna Warschau, en
hann leyndi sér í skorsteini, og feck sídan fordad sér.
Rússar gerdu strax út lid á hendr Pólökkunum í Febr. og
var D<i>bitsch Sabalkanski herforíngi, sá sami sem hadi
tyrkiastrídid í fyrra. Rússum hefir gengid sár illa á móti
Pólökkunum; I fyrstu leit svo út einsog eckert mundi
standast vid þeim, þeir ódu inní landid og fengu litla
mótstodu, og æddu sídan allt til þess er þeir voru allskamt
frá Warschau, þar hofdu Polakkarnir samandregid allan
sinn her, og var hann helfmíngi minni en Rússa, eigi ad
sídr veittu þeir Russum svo drengiliga móttoku, ad Rúss-
ar áunnu eckért í tveim blódugum bardögum, og mattu
um sídir horfa undan, og voru þeir allir reknir útúr
Pólínalandi þegar seinast fréttist.
Þetta er víst guds verk, því svo lítr út sem Rússar hafi
haft í hyggiu ad fara herskyldi ámóti frökkum til ad kæfa
en únga frelsisanda, sem er svo gagnstædr því sem er í
Gardaríki því þar er mestr Jarældómr og ánaud á almenn-
ingi. Smáríkin á Vallandi (Italíu) hafa nú og gert uppreist
móti stiórnendum sínum, vilia þau öll sameinast og verda
eitt ríki. Ætla þeir nú ad taka verdsligu völdin af Páfanum,
og láta hann vera tomann biskup. Oll veroldin er í
uppnami, og miklir vidburdir sýnast í vændum.
Mannanna frelsisandi vaknar, o^ krefst síns réttar hiá
konúngum og einvaldsherrum. I Englandi eru þeir að
breyta stiórnarforminu siálfu í fridi án alls ofstopa, og líkt
er því varid hér í landi. Friðrik konúngr enn 6ti hefir
skipad Cancellíinu ad semia Reglur, eptir hvörium ad
vissir menn ega ad veliast í hvörium parti ríkisins, og ega
þeir ad koma saman og rádslaga um þess héradsins
55