Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 58
SKAGFIRÐINGABÓK
naudsyniar sem þeir heyra til, og sídan ega rád þeirra og
frumvörp ad sendast konúngi til stadfestíngar. ef þetta
kémst á í Islandi þá fáum vid alþíng aptr í Islandi, og væri
þess miög ad óska. Eg ætla ad færa Orsted frumvarp til
þess heimugliga.
Vér höfum stiptad eina samkundu Islendíngar sem hér
erum, og bókmentir idkum, vid komum þar saman
einusinni í viku hvörri og lesum bækur þær er vidkoma
Islandi, Tilgángrinn er <ad> auka samheldi amedal vor,
ad örfa og næra þeckíngu á öllu því er vidkemr födr-
landinu. Eg hefi átt mestan hvad hlut í þessari samkundu,
og ritad log hennar, vér köllum hana „brædralag", og med
einkanafni Alþíng, á Armann ad hafa þadan sína upprás
eptirleidis, þó undir minni serligri tilsión fyrst um sinn,
en seinna fæ eg brædralaginu hann í hendr; Eg held ad
þetta brædralag sé einhvör en besta stiptan fyrir oss
Islendínga, og mikils góds vænti eg mér af því.
I hinu íslenzka bokmentafélagi þar sem eg er skrifari,
hafa þeir Professor Rask og Magnusen' verid formenn á
víxl, nú höfum vér rekid þá frá völdum, og er nú felagid í
vorum höndum. Get eg nú rádid þar mestu eptir því sem
eg vil.
Þarna sérdu ad eg hefi jafnan eitthvad fyrir stafni en þó
er Examen nú minn fyrsti og fremsti þánka, fyrsta og
fremsta Takmark, og því vona eg ad ná í haust med guds
hiálp. Heilsadu blessuninni henni módr minni, brædrum
og sistr minni og ollu fólkinu og ödrum gódum Vinum,
og vertu siálfr hugheilast kvaddr af þínum
þig elskandi og heidrandi Syni
Baldvin Einarsson.
Eg rita þér rækilegar seinna.
1 Finnur Magnússon leyndarskjalavörður.
56