Skagfirðingabók - 01.01.1983, Síða 60
SKAGFIRÐINGABÓK
því, og þad sem mest er, ad menn hæla því fyrir ad þad sé
hógvært. Þetta sem núna kemr verdr þad líka. —
Köld hefir vedrátt verid hér í vor, þangadtil fyrir 5
dögum eda 6. Kongsbænadagrinn, gamli vinur minn, er
eins hérna eins og útá Islandi, hann dregr optastnær
einhvöria skömmina í skottinu, núna lagdi ad med honum
med kuldum, en batnadi aptr um uppstigníngardag, svoad
nú er hér þegar fagrt og grænt, og litr út til kornár verdi
gott, og allr vöxtr gódr. Held eg því ad þad mundi rád, ad
kaupa sem minnst korn í ár, en farga þeim mun meira af
peníngi í haust, því nú er eg hræddr um hardan vetr hiá
ykkr, en kornid held eg verdi ódýrara ad ári.
Eg hefi alyktad ad kaupa smáskildínga handa þér, fyrir
þad sem eg get sendt þér, eg veit ekki hvad mikid þad
verdr ennþá, en eg veit fyrir víst ad þad verdr svo mikid
sem eg get mest, því eg vildi nú sýna þér ad eg vil vera
sonur þinn eins og þú villt vera og ert fadir minn, en þú
verdr ad taka vilian fyrir verkid! Kannske hann verdi
einhvörntíma kröptugri.
Hvönær á eg ad fá æfisoguna þína? eg vona eptir henni,
og mér er alvara ad fá hana, þvíad eg vildi geyma
minníngu þína eptirkomurum okkar, þeim til athugunar
og eptirbreytni. Þú verdr ad segia nakvæmliga frá upp-
vexti þínum og úngdómsárum, þánkabrotum þínum og
tilfinningum, og líka frá gedlagi þínu; Þú verdr ad segia
(Saga) og Knytlinga, í Maanedsskrift for Litteratur anden Aargangs tolvte
Hefte", Kbh. 1831. Ritlingurinn var 43 bls. í átta blaða broti.
Síðari pésinn: Gjcnsvar imod Gjensvar eller Stud. Baldvin Einarsson imod
Prof. Rasmus Rask i Anledning af Professor Rafns Oversa:ttelser, tilligemed
et Anhang om Forhandlingerne i de 2 sidste Moder i det Kongl. Nordiske
Oldskriftsselskab, Kbh. 1831. Ritlingurinn var 109 bls., einnig í átta bl.
broti.
Það er greinilegt að Baldvin var ekki einhamur þegar því var að skipta, enda
treystist Rask ekki til að eiga frekari orðaskipti við hann.
58