Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 68
SKAGFIRÐINGABÓK
2 spursmál í fyrra og bad mig svara, nl. 1. hvad kiæmi til
vinnufólkseklunnar, og hvad kiæmi til ad vinnufólkinu
færi aptr? og 2. hvörnig ætti ad koma meiri stadfestu á
byggíngarbréfin í Islandi. Eg svaradi þessu en lagdi fram
ýmsar meiníngar um leid sem eg vissi ad voru Amtm.
fráhverfar. Hann vard reidr yfir þessu, skrifadi spottglósr
á spátsíuna, skrifadi mér óþægdar bréf og hofmódugt, þó
þad væri stutt, og sendi mér 2 Speciur med. Eg vard
fokreidr, beit á hökuna eins og Bessi sagdi um mig þegar
eg vard illr vid Lömbin, settist strax nidr og skrifadi
hönum alvöru bref mikid, svo ad eigi mun hann hafa
fengid annad þýngra, bió um Spec. og sendi hönum aptr,
og sagdi ad hann mætti aldrei fara med mig eins og þann
sem tæki við Kiaptshöggi af annari hendinni en léti hina
hendina stínga tveim eda þrem skildíngum í vasa sinn etc.
eg sagdi hönum hreint og beint ad hann þekti ekki Island
og færi því á villigötum í mörgu, og eg hafdi svo miklu
meiri orsok til þess sem athugasemdirnar sem hann
skrifadi á spátsíuna [sýn]du ædi mikid foragt fyrir Islend-
íngum. Þes[s] [ve]gna er nú Madrinn reidr, enda er mér
þad sama, hann [g]étr hvörki gert mér gott eda íllt, og ef
vid egum ad lysa Islands sanna ástandi badir, þá ætla eg
hann muni ekki stórt betri. Þeir þykiast stórir og miklir
þegar þeir eru setstir á einhvörn Embættisstólinn, þá
þykiast þeir vera gamlir þ. e. menn sem ekki skeiki, en
hinir allir eru úngir, þ. e. vitlausir þó þeir stundum séu
miklu eldri.
Höfdíngiarnir á sudrlandi hafa líka skömm á mér marg-
ir, þó kvad þeir bera Respect fyrir mér sídan seinni
Piesinn kom út á móti Rask, og flestir skrifa þeir mér.
Þeim mun þykia ad þad bera of mikid á mér vid hlidina á
sér þeim mun þykia þad ad, ad eg held ekki ad mér
höndum eins og þeir, þad sem Island áhrærir. Eg hrædist
ekki óvild þeirra, hun er lítilsvirdi, gæti eg áunnid mér
66