Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 69
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
meiri enn almennan þokka hiá Almenníngi, hann er miklu
meira verdr, og þá væri eg ánægdr, og þad þyki<r> mér
gaman ad vita hvörr almenníngsdómr er um mig heima,
og hvörnig eg <á> ad géta nad hans Þokka.
Nú ekki verdr þetta bréf lengra. Heilsadu Modr godri
brædrum og Systr minni og lifid þid öll í Fridi Guds.
Þinn þig elskandi og heidrandi Sonur
Baldvin Einarsson.
Kaupmannahofn þann 6 Sept 1831.
Hiartkiæri Fadir minn!
I dag hefi eg fengid frá þér elskuligt bréf dagsett 31 Julii
þ. Á. og þakka eg þér fyrir þad ástsamligast. Þared nú á
morgun fer skip til Austrlandsins (3dia ferd) og eg heyri
sagt ad sendimadr (sem nú má ekki kallast annad enn
Expres) muni verda sendr til nordrlandsins, ætla eg ad
skrifa þér dálítinn sedil, í þeirri von ad hann komist fyrri
en póstskipid, eda bréfin sem eg sendi med því ef gud
lofar.
Þú segist siá ad nú getir þú eigi skrifad mér framar svo
eg skilii, þad er von þú segir þad, því ödruvísi hefdi eg átt
ad skilia þig, og eg hefdi víst skilid þig betr, ef eg hefdi
treýst mér til þess. Þó verd eg ad segia þad, ad nokkud er
skilníng mínum til málsbóta, þó þad sé ekki nærri nóg,
þvíad í þínu elskulega bréfi í vetr mynnist þú ekkert á ad
eg skuli senda þér skildínga, þó þig kannské minni þad, og
í brefinu med Dúa leyfdir þú mér ad brúka peníngana ef
mér lagi á, og þad hafdi eg giört, en þad sem giörir
misskilníng minn ótvílugann, er þetta, ad þú í seinna
bréfinu ekki tókst fyrirsögn þína í fyrra bréfinu aptr, sem
67