Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 70
SKAGFIRÐINGABÓK
þó hefdi þurft ad vera til þess ad eg hefdi haft rétt ad
mæla. — En hvad um þad! Þú sérd, elsku fadir minn! ad
eg í raun og veru hefi skilid þig betr enn eg lét í ordi, og
sendi þér svo marga skildínga, sem brád naudsyn mín
leyfdi, (og þeir kostudu 68 Rbd. í Sedlum. Þeir voru
dyrari í vor enn ádr, vegna þess ad kaupmenn hafa nú
komid auga á þetta sama, og kaupa nú allt hvad til er hiá
skildínga eda penínga skiptamönnum hér (Vexelerum)) en
ad eg sagdi ad eg lánadi þér þá var af því ad eg ekki sá veg
til <ad> umflýa vandrædi, nema þú létir þad vera
einsog lán. Hvörnig sem þessu er nú varid, þá er þad víst,
ad eg er enn komin uppa þig, annad en til þín, elsku Fadir
minn! gét eg ekki leitad, og þú villt heldr eigi ad ég leiti
annad, eg segi: eg er kominn uppá þig þ. e. eg þarf þinnar
hiálpar vid, en eg segi þarfyrir ekki ad þú sért nú framar
skyldr ad hiálpa mér. Þú hefir hiálpad mér svo mikid sem
mér hefdi rífliga mátt duga, hefdu eigi hrakföll mín giört
þriá munna úr einum á verstu eda óhagkvæmustu tíd; Eg
mun nú vera búin ad fá fullt svo mikid sem tilvonandi
arfparti mínum kynni ad svara, og líklega meira, og þaraf
leidir þá aptr ad eg hefi ekkért tilkall til þín framar, einsog
þú á þína sídu, hefir med födrligri rausn og alúd gért allt
þad sem gódum fodur ber ad géra fyrir barn sitt. Enfram-
ar leidir héraf, ad þótt eg enn þurfi adstodar vid, þá gét eg
á engan hátt álasad þér, þó þú nú neitir mér um frekari
adstod, nei þad er svo lángt frá því, elsku fadir minn! ad
eg elskadi þig og virdti eins eptir sem ádr.
Eg veit ad ef mér liggr mikid á, þá lætr þú mig ekki
hiálparlausan, efad þú þá líka sérd, ad naudþurft mín
muni taka enda og til nokkrs sé ad vinna, en þess
fullvissari eg er um þad, og þess meiri umönnun og
umhyggiu þú ber fyrir mér, þess sárara fellr mér ad verda
ad vera þér byrdi, og med sanni ad segia, eru þad tveir
hlutir sem einkum særa hiarta mitt, og er sá eini þad, ad eg
68