Skagfirðingabók - 01.01.1983, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
hefdi þad alltiént gengist eptir sem þú hefir huxad ad
mundi verda íllt, þá hefdi þér iafnan ílla gengid. Þú kannt
nú ad spyria: hvört eg hafi þá <ekki> vitad neitt í
spursmálunum, ieg segi, óiú ædi mikid, en hvörr veit
hvört þad hefir verid nóg sem eg vissi. Þad verda Profess-
orarnir ad segia mér, fyrri veit eg þad ekki, og á medan lifi
eg midt ámilli vonar og ótta eins og adrir gódir menn.
Fái eg nú examen med besta Character, svo fæ eg
eitthvad ad starfa, líkliga fer eg inní Polítechniska skólan
ef eg fæ konúngl. stirk til þess, sem eg er nú ad liggia úti
um; hefir Etatsrád Orsted1 lofad mér öllu sínu fulltíngi til
ad geta fengid þad, og medfram ætla eg þá ad lesa lög med
stúdentum (manudusera) sem bædi gefr godan ard, og
ovidiafnanliga Æfíngu. I haust skrifadi eg Kammerrádi
Briem,2 hvört hann mundi vilia hafa mig fyrir Adiunct og
hverra kiara eg þá mætti vænta; Þetta gerdi eg svona ad
gamni mínu, en batt ekkért fast. Eg spurdi einasta um
þetta, hvörnig hann mundi taka í þad ef eg taladi ad því
vid hann.
Strídid á milli Rasks og mín hefir legid nidri sídan eg
skrifadi seinast, og mun þad nú ekki vakna aptr, þad var
ordid nógu lángt hvört sem var. Elöfdíngiarnir fyrir sunn-
an hafa gefid mér hnífilyrdi í bréfum sínum, þó varasam-
liga og vinsamliga, en eg borga þad í sama tóni. Lítid kemr
nú inn fyrir Armann, og margir finna ad hönum og kalla
hann ónýtan, eg kyppi mér ekki upp vid þad, en mér
þykir verst ad þeir kenna mér ekki hvörnig eg egi þá ad
hafa hann, svo eg verd einkis vísari. Jústitsrád Thoraren-
sen3 hælir gardyrkiuritlíngnum sem var í Ármanni í ár,
hvad segir þú um hann?
1 H.C. Örsted, vísindamaðurinn, var fyrir Polyteknisk Læreanstalt.
2 Gunnlaugur Briem sýslumaður á Grund í Eyjafirði.
3 Bjarni skáld Thorarensen.
72