Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 77
BRÉF BALDVINS EINARSSONAR
leita lags ad deila vid þig? hefnigyrni ein og óþokka
þumbaraháttr. Hann þarf þó ekki ad ætla ad hann beri
gæfu til ad bera hærra hluta af þér í vidskiptum ykkar, því
hvörki ertu flasfenginn madr, og líka er mikill vitskumun-
ur ykkar. Hvad ykkar mál um dýratollinn áhrærir, þá
virdist mér sýslumannsins dómur öldungis réttr, og svo
mundi eg dæmt hafa. Svo stendr á ad land<s>lögin tala
hvörgi um dýratoll. Jónsbók landsleigubálki kap 58 nefnir
adeins ad refar séu á hvörs manns jördu oheilagir, og svo
ekki framar; eg þekki og enga seinni tilskipan eda kóngs-
bréf sem tali um dyraveidar, ad minsta kosti er ekki vísad
til slíks í handbokinni eda í Instrúxinu,' þetta tilfelli var
því ekki lögskipad (lovbestemt) Instruxins höfundar hafa
þaramóti giört þar á skipan eptir eigin höfdi. Nú er þad
spurníng hvört Instrúxid sé bindandi regla þegar þad ekki
sé grundad á liósum lagabodum, eda laganna anda, því
varla mun þad finnast ad þad sé enn samþykt, og gyldir
því ekki sem lög. Mig minnir samt, ad Magnús Conferenz
Rád segi þad, en þad mun ekki vera satt. Mikid mælir
samt fram med því ad Instrúxinu sé fylgt, þar sem þad
ekki strídir á móti neinum lagabodum, eda sannsýni. Því
þar konungr skipadi yfirvöldum Islands ad semia Hrepp-
stiórnar Instrúx, sem þeir og allir skyldu hafa til eptir-
breytni, þá sýnist þad mótsegiandi ad þad ekki skyldi
gylda sem regla ad svo miklu leiti sem eg strax sagdi,
þángadtil konungr gerdi þar adra skipan á med nýum
lagabodum. I þessu mali var þa allt undir því komid hvört
ad Instrúxins bod eda reglur um dýratollinn væru lögum
Lárus Thorarensen sýslumaður Þorleif til að greiða tollinn 17/4. 1832.
Þorleifur skaut málinu til Landsyfirréttar sem vísaði til bréfs rentukammers
31/3. 1832 til amtmanns norðan og austan um niðurjöfnun dýratolla.
Þorleifur fær þessa umsögn í kirkjubók 1832, þá 51 árs: ráðsvinnur, merkur
maður, smiður, sinnugur og stilltur að gáfum.
1 Hrcppstjóra-Instrux, starfsreglur fyrir hreppstjóra.
75