Skagfirðingabók - 01.01.1983, Blaðsíða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
8. Var ég lítt kunnug þar, en fór samt að leita uppi kunningja,
sem ég þekkti, og gekk það heldur vel. En af því að dvölin á
Flateyri varð lengri en búizt var við í fyrstu, sökum þess að
skipið varð á eftir áætlun, langaði mig til að finna frændfólk
mitt, sem ég á í Hjarðardal innri.1 Fór ég þá að vita, hvort ég
fengi mig flutta yfir, en það gekk ekki greiðlega, því allir voru
önnum kafnir við vinnu. Samt spurði ég, hvort þeir þyrðu að
lána mér bát, og var það fengið. Bauð Stína Einarsdóttir mér að
róa á annað borðið. Við spurðum, hvað lengi við mundum
verða inn eftir, og héldu þeir við yrðum í klukkutíma. Síðan
lögðum við á stað, og gekk okkur ágætlega að róa.
Þegar við komum þar að landi, var Kristján Jóhannesson2 í
fjörunni. Varð honum heldur starsýnt á bátsmennina. Svo
hjálpaði hann okkur að draga bátinn á land og bauðst til að líta
eftir honum fyrir okkur. Síðan litum við á klukkuna, og
höfðum við þá aðeins verið 37 mínútur á leiðinni. Þá hittum við
stúlku einnig, og vísaði hún okkur veginn heim að bænum.
Þegar þangað kom, var tekið ágætlega vel á móti okkur.
Þegar leið á daginn, gerði rok á fjörðinn svo mikið, að við
hefðum ekki komizt til baka. En við vorum þá svo heppnar, að
mótorbátur frá Flateyri kom inn undir Hjarðardal til að sækja
kúfisk, og sagði Kristján okkur, að við skyldum reyna að ná í
hann, þegar hann kæmi.
Um kl. 6 kom báturinn, og hlupum við þá sem fætur toguðu
til sjávar. En nú var eftir þyngsta þrautin: að ýta bátnum okkar
frá landi, því hann var orðinn fastur í sandinum. Við fórum að
reyna að stjaka fram sín hvoru megin, og stúlka, sem fylgdi
okkur, ýtti á að framan. Þeir á mótorbátnum voru farnir að bíða
eftir okkur, og get ég til, að þeim hafi verið skemmt með að
horfa á aðfarirnar hjá okkur. Loksins komumst við frá landi. Fór
1 Þ. e. Guðmund bónda Gilsson og fjölskyldu hans; Guðmundur og Ríkey
voru að öðrum og þriðja skyldleika.
2 Kristján var bóndi og hreppstjóri í Hjarðardal ytri.
98