Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 114
SKAGFIRÐINGABÓK
verðum Skaga, inn til Skagafjarðardala, og út í Fljót að austan.
Síðan mun að því hugað, hvaða ljósi þar er varpað á skriftar-
kunnáttu Skagfirðinga skömmu fyrir miðja 19. öld.
Hvamms- og Ketusóknir 1839: „Fáir teljast vel skrifandi, en
flestir bændur aðeins párandi, sem eg varla get talið. Oskrifandi
fólk á öllum aldri.“
Fagraness- og Sjávarborgarsóknir 1840: „Margir þeirra (ung-
lingar) æfa sig nú í að draga til stafs; þó er lítið um reglulega
tilsögn í því, nema þegar bændur koma sonum sínum til
prestsins um tíma og þá sjaldan endranær en þá hann býr þá
undir staðfestinguna og þeir ganga til hans köflum saman, þess
erindis að yfirheyrast, að láta þá undirvísa. Sæmilega vel skrif-
andi bændur eru hér 5, 9 geta klórað óvandaða seðla í viðlögum.
Fátt kvenfólks getur párað seðil, 6 eða 7 alls. Unglingar bera
það nú fleiri við en fyrrum.“
Reynistaðarsókn 1842: „Margir ungir menn og miðaldra bænd-
ur eru hér lítið eitt skrifandi, en fáir svo vel sé teljandi. Kven-
fólk flest óskrifandi. Fæst gamalt fólk kann til stafs að draga.“
Glaumbæjar- og Víðimýrarsóknir 1842: „Af rúmum 400
manns í þessum sóknum ætla eg telja megi hálfan áttunda tug
karla, er draga kunna til stafs eður séu skrifandi, en eigi nema 16
konur; fer þó í vöxt að ungt fólk læri það.“
Mælifells- og Reykjasóknir 1839: „Flestir, þó ekki allir
sóknabændur, sem eru nálægt 30, kunna dálítið að skrifa, en
enginn rétt vel. Flestallt kvenfólk er óskrifandi — af 330 manns
hér í sókninni yfir höfuð hygg eg telja megi viðlíka margt
kvenfólk, nl. 30, sem draga kunni til stafs, svo teljandi sé.“
Goðdala- og Abæjarsóknir 1840: „Það ætla eg, að flestir
bændur séu hér að nafninu til skrifandi, fáeinir ogsvo af und-
irmönnum, af kvenfólki víst mikið færra og máske ekki fleiri en
helmingur að tiltölu við karlkynið.“
Miklabæjar- og Silfrastaðasóknir 1840: „Skrifandi eru marg-
ir. Aldur og kyn þeirra óskrifandi er ýmislegt.“
Hofstaða- og Flugumýrarsóknir 1845: „Margir yngri og eldri
112