Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
1802, en stóllinn átti flestar jarðir í þessum sóknum, og hefur
því leiguliðum hans komið betur að kunna þótt ekki væri nema
pára nafn sitt við undirritun skriflegra gjörninga. Annars er svo
algengt, að að órannsökuðu máli sé ástand í einhverju efni talið
öllu betra en síðan kernur í ljós, ef nánar er athugað, að mjög er
hæpið, að þetta atriði megi taka sem nokkra vísbendingu.
Sú heildarmynd, sem sóknalýsingar Skagafjarðarprófasts-
dæmis gefa af skriftarkunnáttu í héraðinu um 1840, er að eldri
kynslóðin hafi lítið sem ekki kunnað að skrifa, en yngra fólk
verið mun betur að sér. Ljóst er, að á þessum tíma hafa ekki
verið bein tengsl milli almennrar lestrarhæfni og leikni í rituðu
máli, eins og síðar hefði mátt ætla, svo nátengt sem þetta tvennt
er í vitund nútíðarmanna. Bændur eða búandi menn eru helzt
sagðir skrifandi, en húsfreyjur langtum síður. Vinnuhjú eru
sjaldnast nefnd í þessu efni, og ekki er haft fyrir að skipta þeim
eftir kyni, enda talin standa svo langt að baki bændafólki.
Svör úr Fagraness- og Rípurprestaköllum er aðeins að marka
hvað varðar fjölda vel skrifandi fólks, þar sem 6 eru nefndir í
hinu fyrra en 4 í hinu síðara. Þar eru fullorðnir samtals 211 að
tölu, en fyrrnefndan vitnisburð fá 9, eða 4.3%, allt karlmenn.
Hins vegar eru Fagraness- og Knappsstaðaprestaköll hin einu,
sem virðast algjörlega marktæk um heildarfjölda þeirra, sem
eitthvað kunna fyrir sér í rituðu máli. Er raunar hæpið að
byggja á svörum úr öðrum prestaköllum, þar sem svo er að sjá
sem þar sé gizkað á tölurnar, fremur en kannað hafi verið
sérstaklega, það sem um var spurt. I áðurnefndum sóknum eru
fullorðnir 201, karlar 91 og konur 110. Hlutfall ritfærra kvenna
er nánast það sama á báðum stöðum, um 9%, en meðal búandi
karla er nokkur munur, eða 50% meðal sóknarbarna Fagra-
nessklerks, en 68% í Knappsstaðaprestakalli. Þennan mismun
er erfitt að skýra, þar sem orðalag er það ótvírætt, og hæpið er
að ætla, að mjög mismunandi mat sé lagt á kunnáttuna. Helzt er
þess að geta, að íbúar í Fagraness- og Sjávarborgarsóknum urðu
fremur íbúum Knappsstaðasóknar að bjargast við svipula sjá-
118