Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
Stofan var á að gizka 6x6 [álnir] eða vel það í horn, með
tveim 6-rúðu gluggum fram á hlaðið. Hún var öll með sléttum
og vel gerðum þiljum, kýldum listum nokkru neðar en á miðju.
Fullingahurð"' var fyrir henni með koparhandföngum.
Eitt stórt rúm var í stofunni, eða öllu heldur í innskoti bak
við stigagang að loftinu yfir. Rúm þetta var nokkru hærra en
venja var til og undir því rúmgóð geymsla með tveim fullinga-
hurðum. Þetta var lokrekkjurúm, þannig að þiljað var upp með
endum þess og nokkuð niður að ofan. Sá kafli þiljanna var með
tiglum og útskurði. I horni fram af rúminu var nokkuð frá gólfi
fremur mjór skápur, sem gekk inn úr þilinu, með þrem hillum
og fullingahurð. Þar voru geymdar vínflöskur, glös og staup.
Hann var skrálæstur. Um hann gekk enginn nema húsbóndinn.
Innanstokksmunir voru engir í stofunni aðrir en eitt stórt
borð og tveir langir bekkir baklausir og tveir styttri. Bæði
stofan, borð og bekkir var ljósblámálað.
Inngangur í stofuna var úr bæjardyrum gegnum þykkan
vegg. Gangurinn var alþiljaður. Annar gangur var hliðstæður
honum, aðeins þil á milli. Læstar hurðir voru fyrir þessum
göngum báðum, það voru fullinga- eða réttar sagt spjaldahurð-
ir. Það var mikil prýði að hurðunum í bæjardyrunum.
Upp úr innri ganginum, sem tilheyrði loftinu, gekk stigi upp
í loftið, sem var stórt og rúmgott, vel manngengt, á að gizka
með 1 alinnar porti. Það var þeim mun lengra en stofan sem
loftsganginum nam. Einn 4-rúðu gluggi lýsti upp loftið gegnum
þilið. Undir honum var laus hleri, sem opnaður var, er vörur og
annað fyrirferðarmikið var látið þar inn.
I sömu röð, og í framhaldi af stofunni, var búr, tvö stafgólf að
lengd, með glugga á þekju. Þil var að því að framan, er að
stofuloftsgangi og rúmstæði vissi. Búr þetta var ýmist kallað
Fremrabúr eða Kaldabúr.::'::' Inn af því var annað búr, þrjú
* Spjaldahurð, sbr. síðar.
í,'í'Sjá Viðauka hér aftar.
122