Skagfirðingabók - 01.01.1983, Qupperneq 130
SKAGFIRÐINGABÓK
minna á aðra alin. A miðjum aðal bálknum var reist stór hella,
sem aðskildi hlóðin, sem voru tvenn. Yfir miðjum hlóðunum
var sterkur þverbiti, sem kallaður var hófbandsbiti. Á honum
hvíldi mikill þungi, þegar tveir pottar voru yfir eldi, annar
máske 6—8 fjórðunga pottur, fullur af slátri eða kjöti. — Við
nánari íhugun man ég, að bitar þessir voru tveir, annar við vegg,
en hinn framan við bálkinn og þverspýtur lagðar milli þeirra, er
svonefndum hófböndum var brugðið yfir. Hófböndin voru
venjulega fléttuð úr taglhári. I endum þeirra voru járnhringar. I
þá var svonefndum pottkrókum krækt, en hinum enda þeirra í
potteyrun. Pottkrókar þessir voru oftast sívalir og beygt upp á
báða endana. Þeir voru á misjafnri lengd. Annars voru til
verkfæri, er nefndust hófar. Þau voru úr járni, líku og skeifna-
teinn; þau voru flöt með krók á efri enda, en flatri, stuttri
hliðarbeygju með gati á þeim neðri. Margar skerðingar voru á
þá röðina, er frá vissi krókbeygjunni. Þá var annað sívalt járn
með krók á neðri enda, en hespu eða aflöngum hlekk, sem lék í
beygju á efri enda. Þetta járn gekk niður um gat það eða spaða,
sem var á aðal flata járninu, en hlekkurinn, sem smeygt var upp
á það, tók yfir í skerðingarnar. Mátti með þessu móti hækka eða
lækka pottinn. Meðfylgjandi þessu verkfæri var svigabogið járn
með tveim hlekkjum í hvorum enda og krókum niður úr þeim;
var þeim fyrst krækt í potteyrun og hann svo hafinn upp og
hengdur á krókinn niður úr aðal járninu. Járn þessi eða hófar
voru ekki algeng og hafa líklega verið fundin upp á síðari
tímum, en þóttu þægileg.
Af eldhúsinu sjálfu er lítið annað að segja en að það var hátt
til ræfurs í því. Þótti það kostur á eldhúsum, að svo væri; bæði
trekktu þau betur út reykinn, reyktist betur í þeim kjöt, og
skinnum var óhættara fyrir of miklum hita. Einnig þótti nauð-
synlegt, að sá stafninn, er frá hlóðum vissi, væri svo stór, að þar
mætti spýta stórgripahúðir, því að spýta húðir úti, ekki sízt er
frost voru komin, þótti ófært, þá yrðu þær lausari í sér og
haldverri til slits.
128