Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 135
MINNZT GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR
eftir HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON
HÓLMGEIR ÞORSTEINSSON (á Hrafnagili í Eyjafirði) sendi þátt þennan
Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skólastjóra á Löngumýri árið 1958, og er hann
birtur hér með hennar leyfi. I bréfi, er með fylgdi, gerir höfundurinn m. a.
nokkra grein fyrir, hvers vegna hann er færður í letur. Þykir rétt, að þau orð
fylgi með hér:
„Mér datt í hug að senda þér ofurlítinn þátt um Guðbjörgu Björnsdóttur,
ömmu þína, sem eg hef vafið utan um nokkrar vísur hennar. Mamma mín
sagði mér, að hún hefði verið mjög góð við mig og eg verið ákaflega hændur að
henni. Sjálfur man eg ekki eftir henni, sem varla er von, því eg var aðeins á
þriðja ári, þegar hún fór frá Syðra-Dalsgerði. Areiðanlega hefir hún verið
fyrsta vandalausa konan, sem eg hef fellt ástarhug til. Eg er viss um að þessi
barnslega tilfinning mín hefir ekki verið hégómi, því alla mína daga hefi eg
fundið djúpt í vitund minni yl til þessarar konu, sem eg man þó ekki eftir. En
þetta er máske ekki svo undarlegt, því getur kærleikur, sem fæðist, nokkurn
tíma dáið?“
Ö. H.
Guðbjörg var fædd árið 1832. Hún var dóttir Björns bónda í
Miðhúsum, Hafliðasonar bónda í Glæsibæ.1
Guðbjörg giftist Páli Pálssyni (f. 1795, d. 1829) bónda í
Pottagerði, Þorsteinssonar skálds, Pálssonar á Reykjavöllum.
Kona Páls Þorsteinssonar í Pottagerði var Gunnvör Rafns-
dóttir bónda á Grýtu í Eyjafirði, Rafnssonar. Kona Rafns í
Grýtu var Jórunn Þorkelsdóttir bónda í Austari-Krókum í
Fnjóskadal, Bjarnasonar. (Þorkell í Austari-Krókum var föð-
1 Móðir Guðbjargar, kona Björns, var Guðrún Bjarnadóttir, bónda á
Hraunum í Fljótum, á Reynistað o. v., sbr. Skagf. æv. I 1850—1890, bls.
32-33. Ak. 1981.
133