Skagfirðingabók - 01.01.1983, Qupperneq 150
SKAGFIRÐINGABÓK
nefndar, því þetta mál er næsta aðkallandi. Margt fagurt og
dásamlegt hefir þetta yndislega hérað að bjóða íbúum sínum og
aðkomumönnum, en eitt vantar og hefir mjög skort á þessa
fegurð, sem er það, að hér skuli, í þessum sólríku og skjólasömu
sveitum, ekki sjást ein einasta hrísla að heitið geti.
I frumvarpi þessu er ákveðið, að sýslan leggi fram 10 þúsund
krónur á þessu ári, og auk þess árlegt framlag í næstu 30 ár, er sé
varið til styrktar því, að koma upp vísi að gagnskógi á sem
flestum bæjum í sýslunni.
Þótt þetta sé í raun og veru lítið fé til að hrinda þessu stórmáli
áleiðis, þá hafa þeir menn, er hrundið hafa þessu áleiðis, vænzt
þess, að ýmsir góðir menn, sem unna héraðinu og fegurð þess,
muni styrkja skógræktina með gjöfum og framlögum, svo þessi
hugsjón nái tilgangi sínum sem allra fyrst, og er vonandi, að
þótt Skagfirðingar hafi verið seinir til að stíga þetta spor, þá
stígi þeir nú þungt fram.
Að loknum fundi þessum hófst svo samsætið í aðal-
samkomuhúsi kauptúnsins. Sátu þar um 130 manns undir borð-
um. Oddviti sýslunefndar stjórnaði hófinu með sínu alkunna
fjöri og röggsemi. Voru veitingar góðar, bæði í mat og drykk.
Akveðnar voru 7 ræður undir borðum, fluttar af sýslunefndar-
mönnum og ritara nefndarinnar. A eftir komu frjáls ræðuhöld.
Voru þær ræður sumar í bundnu máli, og dró það ekki úr
gleðinni. Sungið var á eftir hverri ræðu. Skemmtu gestirnir sér
þannig við söng og ræður 4—5 klukkustundir. Að þeim loknum
voru borð upp tekin og dans stiginn, þar til samsætinu var slitið
kl. 4'/2 um nóttina. Fjöldi heillaskeyta barst nefndinni. Var
þetta í senn eitt virðulegasta, og um leið eitt hið allra skemmti-
legasta samsæti, sem hér hefir verið haldið, enda lögðu allir sig
fram um, að það gæti orðið sem ánægjulegast.
Eins og venja er til var margt um skemmtanir yfir sýslu-
fundarvikuna. Leikinn var Fjalla-Eyvindur, leikrit eftir Jóhann
Sigurjónsson, og þótti takast mæta vel, og þá ekki sízt hlutverk
Höllu, er leikið var af frú Jóhönnu Blöndal. Tveir karlakórar,
148