Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 156
SKAGFIRÐINGABÓK
mun hafa verið með lakara móti, og því urðu fóðurbætiskaup
óvenju mikil. Og ofan á þetta bættist svo það, að hross máttu
heita nær óseljanleg í haust, en af þeim mundi miklu hafa verið
slátrað, ef sæmilegt verð hefði fengizt, en nú var ekki því að
heilsa. Hefði þeim helzt átt að fækka til stórra muna, en í þess
stað mun hafa verið um töluverða fjölgun að ræða. Er illt til
þess að vita, ef framhald verður á því.
Annars má búast við því, að lítið eða ekkert verði um
útflutning héðan á hrossum, þó stríðinu linni, því nú eru vélar
notaðar til alls, sem hestorkan þótti áður nytsamleg, og eins er
það að verða innanlands. Nú eru bílarnir og dráttarvélarnar
búnar að létta af þeim helztu átökunum.
Þrátt fyrir þetta allt munu þó fénaðarhöld verða góð í vor og
sýnir það bezt bættar fóðrunaraðferðir og fyrirhyggju bænda,
því hræddur er eg um, að útkoman hefði ekki orðið góð fyrr á
árum, ef þannig hefði þá verið að búið frá náttúrunnar hendi
undir veturinn.
Sama fer enn fram með fjárpestirnar, og finnst ekkert ráð við
þeim ennþá. Standa menn þar uppi alveg ráðalausir. Því þó eitt
svæði sé ósýkt í ár, hefir oft farið svo, að sýkin er komin þar
næsta ár, þrátt fyrir girðingar og góða vörzlu. Hefir komið til
tals að skera niður á stórum svæðum og reyna til að fá ósýktan
stofn í staðinn. En hamingjan má vita hvernig það gengur.
Ymsir bændur hafa beðið mikið tjón af völdum veikinnar, og
eru orðnir nær sauðlausir sumir hverjir, og hafa þeir þá snúið
sér að mjólkurframleiðslu, því hér er mjólkursamlag á Sauðár-
króki, og hafa þeir haft sæmilegar tekjur af, og sumir ágætar; og
sennilega verða það mjólkurafurðirnar, sem síðast falla, þegar
verðbólgan minnkar og afturkast kemur í atvinnuveginn.
Mikið er enn lagt til vega og viðhalds þeirra hér í sýslunni.
Mun á þessu sumri verða langt komið með veginn yfir Vatns-
skarð og Oxnadalsheiði. Flýtti það mikið fyrir, að fengin var
amerísk jarðýta, sem þótti heldur stórvirk við vegagerðina. Er í
ráði að fá fleiri slíkar, ef útflutningur fæst á þeim, og mundi það
154