Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 160
SKAGFIRÐINGABÓK
1944
Veturinn frá nýári 1944 var frekar umhleypingasamur í janúar
og febrúar. En í marz hlánaði vel og kom upp ágæt jörð. Þó var
fremur úrfellasamt síðari hluta apríl og kalt. 12. maí gerði
norðan stórhríð, sem stóð þó ekki nema sólarhring, en þá birti
upp með miklu frosti, en þó hlýnaði eftir skamman tíma. Tíð
var góð í júní og sífelldur þurrkur fram í miðjan ágúst, aðeins
úrfelli nokkru fyrir göngurnar. Mátti því segja, að sumarið væri
eitt það ágætasta, sem komið hefir nú um langt skeið, hey-
skapur mikill, og þó enn betri að gæðum en vöxtum, því heita
mátti að allt hirtist af ljánum og engin stund færi til óþarfa
snúninga. Kom það sér vel, því sennilega hafa aldrei færri
hendur unnið að heyskap en þá, því víðast er nú svo komið, að
ekki er annað fólk á bænum en fjölskyldan. En með auknum
vélum og hestorkunni er líka hægt að afkasta margföldu
dagsverki við það, sem áður var, og það er einmitt þetta, sem
hefir bjargað landbúnaðinum á þessum árum. Annars hefir verð
á landbúnaðarafurðum verið allhátt þessi ár, svo hagur bænda
virðist að ýmsu leyti rúmur. En þeir eiga líka mikið verkefni
fyrir höndum, er um hægist í heiminum, því ekkert hefir verið
hægt að lagfæra, hvað þá byggja í sveitinni. Er það orðið æði
aðkallandi víða, a. m. k. í Skagafirði, og hætt við að verði farið
að saxast á innieignina hjá mörgum, þegar hann er búinn að
byggja upp hjá sér og ná í nauðsynlegar búvélar.
Fé reyndist mjög vel á síðastliðnu hausti, sem ekki var furða
eftir annað eins ágætissumar, en nú var stórum færra slátrað en
áður, því alltaf eyðileggja fjárpestirnar meira og meira á hverju
ári. Það, sem að líkindum hefir hjálpað landbúnaðinum mest
hér, er mjólkursamlagið, því seinni hluta ársins 1944 munu
bændur hafa fengið rúma krónu fyrir mjólkurpottinn, og eru
það drjúgar inntektir fyrir þá, sem hafa góð kúabú. Var unnið í
samlaginu úr liðlega 900 þúsund pottum, og hefir sú framleiðsla
158