Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 162
SKAGFIRÐINGABÓK
vaxið með hverju ári, enda hafa bændur frekar snúið sér að
mjólkurframleiðslunni en sauðfjáreigninni á seinni árum, sem
ekki er furða.
Merkasti atburðurinn á árinu var vafalaust sambandsslitin við
Dani, og land vort gerðist sjálfstætt lýðveldi. Og það ánægju-
legasta í sambandi við það var atkvæðagreiðslan um sam-
bandslögin. Hún var svo almenn og vel sótt að heita má með
eindæmum. Hér í sýslu eru 14 hreppar, en af þeim skiluðu 10
hverju einasta atkvæði, sem á kjörskrá stóð, og alls munu rúm
98% hér í sýslunni hafa greitt atkvæði, og nálega allir á einn veg
— með sambandsslitunum — og það jafnvel Danir, sem búsettir
eru hér. Var þetta þjóðinni allri til hins mesta sóma og sýnir, að
við getum þó staðið sem einn maður á úrslitaaugnablikum, þó
stundum virðist ærið á það skorta í dægurmálunum.
Helztu framkvæmdir, sem lokið hefir verið á árinu hér í
sýslu, er virkjun Skeiðsfossins í Austur-Fljótum. En ekki kom
það Skagfirðingum að gagni, því það voru Siglfirðingar, sem
virkjuðu fossinn, og allt rafurmagnið er leitt þangað. Miklu
frekar mætti segja, að sýslan sem slík hefði haft óhag af því,
vegna þess að vegna virkjunarinnar fór Stíflan — sem er ein
fegursta byggðin í Skagafirði — öll í kaf, svo talið er að vatnið
muni sums staðar ganga upp á túnin og jafnvel inn í bæjarhúsin.
Einnig er það í undirbúningi að virkja Gönguskarðsá fyrir
Sauðárkrók og næstu hreppa. En sennilega verður það dýrt og á
langt í land.
í vetur var nú í fyrsta sinn hafin kennsla í Varmahlíð. Voru
það um tuttugu, sem stunduðu þar nám. Var það í gamla
húsinu, því ekki er enn byrjað á sjálfu skólahúsinu. Verður
vonandi skammt til þess að bíða, að hafizt verði handa með þá
byggingu. Einnig er í ráði, að nokkrir slái sér saman og byggi
þar heimavistarskóla fyrir börn, og jafnvel fleiri skólar hafa
komið þar til greina; svo eftir nokkur ár er vonandi, að þarna
verði risin upp miðstöð menningar og menntunar Skagfirðinga.
Skógræktin hér í Skagafirði hefir einnig aðsetur sitt þarna. Er
160