Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 163
ANNÁLL ÚR SKAGAFIRÐI
búið að brjóta mikið land sunnan við Reykjarhólinn, sem á að
verða tilrauna- og uppeldisstöð fyrir trjáplöntur, sem Skagfirð-
ingar geta svo síðar fengið þaðan og gróðursett á heimilum
sínum, og jafnvel ræktað hjá sér nytjaskóg. Hefir sýslan og
ríkið lagt mikið fé í þetta, og í vetur sendu Skagfirðingar
búsettir í Reykjavík sýslunni að gjöf 12 þúsund krónur, sem
verja á til skógræktar. Er það ekki í fyrsta sinn, sem þeir ágætu
menn hafa sýnt ræktarsemi og stórhug til sinna gömlu kynna
norður hér. Einnig hefir Skógræktarfélag Skagfirðinga gróður-
sett mikið af trjám á afgirtu svæði sunnan Varmahlíðar, með
hinum ágætasta árangri.
Þessi hreyfing á skógræktarmálunum er ein sú þarfasta, er
fram hefir komið hér í sýslu á seinni árum. Mátti það helzt ekki
seinna vera. Því þó Skagafjörður sé fagur, þá vantar þó enn eina
höfuðprýði hans, en það er skógurinn. Má heita, að hvergi séu
skógarleifar að ráði, nema í Hrollaugsdal í Sléttuhlíð, og hefir
ungmennafélagið þar tekið hann að sér til verndar og varð-
veizlu. En reynslan hér hefir sýnt, að skóg er hægt að rækta
með ágætum árangri, þar sem saman fer vit og vandvirkni á
þeim hlutum.
1. desember 1944 átti Sigurður Sigurðsson sýslumaður Skag-
firðinga 20 ára embættisafmæli, sem yfirvald okkar hér. Hann
er sonur séra Sigurðar Stefánssonar, prests í Vigur, hins alkunna
þjóðskörungs, en foreldrar séra Sigurðar voru þau Stefán Stef-
ánsson, bóndi á Heiði í Gönguskörðum, og Guðrún Sigurð-
ardóttir, bónda á Heiði, þess er orti Varabálk. Sigurður sýslu-
maður hefur kynnt sig hér ágæta vel, bæði sem yfirvald og
góður félagsmaður, og jafnan stutt þau mál héraðsins er til
framfara hafa horft. Var sýslumannshjónunum haldið samsæti
af sýslunefndarmönnum í tilefni þessa afmælis og þeim gefið
vandað málverk af Sauðárkróki með Tindastól í baksýn. Kona
Sigurðar sýslumanns er Stefanía Arnórsdóttir, síðast prests í
Hvammi á Laxárdal. Er heimili þeirra alþekkt fyrir gestrisni.
A síðastliðnu ári önduðust tveir mætismenn hér í sýslunni.
11 Skagftrdingabók
161