Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 166
HEFÐARFÓLK Á FERÐ í SKAGAFIRÐI
SUMARIÐ 1888
Árið 1889 kom út í Lundúnum eins konar ferðasaga frá íslandi,
A girl’s ride in Iceland, sem þýða mætti Ung stúlka á hesti um
Island. Nokkra athygli hefur ritið vakið, því að þriðja prentun
þess var send á markað árið 1895. Höfundurinn hét Ethel
Brilliana Harley, en nefndist síðar eftir eiginmanni sínum frú
Alec Tweedie. Síðsumars árið 1888 ferðaðist hún um Island, og
voru tildrög reisunnar að brezkt hefðarfólk vildi fitja upp á
einhverju nýstárlegu að lokinni Lundúnadvöl í stað þess að feta
í annarra spor á troðnar slóðir enska aðalsins. Með í förinni var
vinkona höfundar, kölluð ungfrú T. í frásögninni, bróðir frú
Tweedie, Vaughan að nafni, sem virðist hafa verið eins konar
fararstjóri, en las ella til læknis. Hinn fjórði í kompaníinu hét
H. K. Gordon, ensk-indverskur ferðagarpur, og loks er að
nefna skozkan mann með fangamarkið A. L. T., og gæti sá
hugsanlega verið unnusti höfundar.
Ferðalangarnir lögðu í haf frá Granton á Skotlandi þann 31.
julí með Camoens, sem lengi var í förum við Island fyrir Slimon
kaupmann í Leith. Skipið hafnaði sig fyrst á Akureyri, en síðan
var haldið til Sauðárkróks, Borðeyrar og vestur um til Reykja-
víkur. Höfundur fór alls staðar í land með fylgdarliði sínu, fékk
leigða eða lánaða hesta og skoðaði sig um. Hún lýsir viðkomu-
stöðum skipsins, fólki og háttum þess og fléttar í frásögnina
ýmsum fróðleik úr ritum erlendra manna um land og þjóð.
Fjölmargt hefur komið höfundi einkennilega fyrir sjónir, svo
sem við var að búast, og eitt og annað hefur skolazt til í
164