Skagfirðingabók - 01.01.1983, Side 172
SKAGFIRÐINGABÓK
kynnast okkur til að fá reynt kunnáttu sína í ensku meðal
Englendinga; hafði til þessa einungis talað við kennara sinn.
Hann greip tækifærið þegar ég datt af baki, því að þá gat hann
boðið aðstoð sína átroðslulaust, sem hann og gerði af ítrustu
háttvísi.1
Islendingar eru einstaklega vel upplýst þjóð. Vinur okkar
sagði, að hann teldi naumast nokkur maður eða kona væri ólæs
eða óskrifandi, og á fjölmörgum áningarstöðum sáum við ævin-
lega biblíu og margar Islendingasögur eftir innlend skáld, auk
þýðinga á verkum Shakespeares, Goethes, Hagfræði John Stu-
art Mills og annarra rita. . . .
Reykir
Þegarvíö komum í Reyki, leiddi fylgdarmaður okkur til bæjar,
og voru þar miðlungsstór húsakynni. Þar bjó hann með konu
sinni ásamt ættingjum þeirra hjóna, eins og venja er á íslandi.
Þarna áttu heimili foreldrar konunnar, afi og ein systir, en tveir
bræður eiginmannsins, systir og móðir. Þetta var lítið en ham-
ingjusamt samfélag, þar sem hjónunum hafði auk þess hlotnazt
sú blessun að eignast nokkur börn.2
Okkur var vísað til gestastofu, sem var lítið, þiljað herbergi
búið einföldum húsgögnum. A henni voru tveir gluggar, og
hvorugan var hægt að opna. Sú sérvizka tíðkast víðar en á
1 Stúdentinn kann að hafa verið sr. Hallgrímur Thorlacius, sem vígðist til
Rípur árið 1888 24 ára gamall.
2 Eins og áður er getið urðu ábúendaskipti á Reykjum árið 1888. Upplýsing-
ar um heimilisfólk hæfa betur fjölskyldu Páls Halldórssonar en Þorleifs
Jónssonar. Annað sem segir af Reykjabónda er sýnu líkara högum Þorleifs
en Páls, svo ætla verður, að hann hafi fylgt ferðafólkinu, þótt Páll kunni að
hafa verið fluttur í Reyki.
170