Skagfirðingabók - 01.01.1983, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
Islandi, ekki sízt í Týról. Rúmstæði úr tré var í einu horninu, og
yfir því var haglega unnin ábreiða úr klæðisbútum. Að auki var
í stofunni borð og tveir stólar. En við vorum fimm, og því var
bætt við kössum, sem ekki gátu nú talizt hægindi eftir langa reið
og mikinn hristing. A þilinu hékk spegill og þvílíkur spegill!
Það var ómögulegt að þekkja sjálfan sig; speglunin var eins og í
skeið og þó ekki úr silfri. I þeim afmyndast andlitsdrættirnir að
vísu, en sjást þó, en í þessum spegli var slíku ekki til að dreifa.
Ef fólkið á Reykjum hefur einungis getað séð sig í þeirri
skuggsjá hefur það naumast orðið áskynja persónutöfra sinna. I
þessu herbergi voru líka loftvog og dragspil. Þar sem við
komum inn var hljóðfæri þetta yfirleitt til, því að fólkið naut
hljómlistar og stytti sér þannig stundir vetrarkvöldin löng. Þótt
furðulegt megi virðast, er ekki til innlend tónlist. Nokkrar
íslenzkar bækur voru á hillu á einum veggnum.
Við vorum þreytt eftir langa reið og nutum hvíldarinnar, en
stúdentinn vinur okkar, fylgdarmaðurinn og allt heimilisfólk að
börnum meðtöldum og jafnvel hundarnir röðuðu sér kringum
okkur, unz fleiri komust ekki inn með nokkru móti.
Við fyrstu kynni eru Islendingar hlédrægir, en það breytist,
ef gestirnir eru háttvísir og viðmótsþýðir, og gestrisni þeirra er
takmarkalaus. Jafnvel hinir fátækustu neita ferðamönnum
aldrei um húsaskjól. I afskekktum héruðum eru bóndabýlin
eins og veitingahús, en gjaldskráin er hins vegar afar lág. Við
höfðum með okkur dálítinn ost og kex og pund af
Buzzardsúkkulaði, en húsmóðirin veitti okkur kaffi og skyr,
sem borið er fram í súpuskálum. Skyr er þjóðarréttur eins og
hafragrautur hjá Skotum og er ekkert annað en hleypt sauða-
mjólk eins og þýzka þykkmjólkin, borðað með sykri og rjóma
til hátíðabrigða. Það er fremur súrt, og því vorum við heldur
treg að neyta þess í fyrstu, óttuðumst afleiðingarnar, en sá ótti
var ástæðulaus. Skyr er raunar afbragðsgott, og Islendingar
borða ógrynnin öll af því. Geysistórar tunnur eru fylltar skyri
172