Saga - 2009, Page 10
ingar fyrir dönsku hirðina. Tegner var rektor danska handverks-
skólans.4
Sú teikning Tegners sem prýðir forsíðu Sögu er af stjörnu stór-
krossriddara, en stórkrossinn er æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir utan stórkross með keðju, sem aðeins er veitt þjóðhöfðingjum.
Á stjörnunni hvílir hið sameiginlega tákn fálkaorðunnar, 24 karata
gullrendur hvítsteindur kross og á honum miðjum blásteindur skjöldur.
Á skildinum er silfurfálki sem lyftir vængjum til flugs. Stjarnan er
úr silfri, sólrós með grunnformi áttablaðarósarinnar, einu algengasta
grunntákni íslenska mynstursins.
Áttablaðarósin er þegar að er gáð merkilegt og mun eldra tákn.
Grunnform rósarinnar er hringur meða átta punktum sem upphaflega
var ritaður sem sólkross. Í honum eru hinir eðlislægu punktar sól -
hvarfa og jafndægra. Þegar dregnar eru línur á milli þessara punkta
verður til átta arma stjarna eða grunnurinn að áttablaðarósinni. Stjörn -
una, sem hönnuð er fyrir kjólföt karla og evrópska síðkjóla kvenna,
bera orðuhafar á brjóstinu vinstra megin, nema formaður orðunefndar
sem stöðu sinnar vegna ber hana hægra megin.
Frá stofnun fálkaorðunnar 1921 hafa verið veittar um það bil
sexþúsund og níuhundruð orður en þar af eru stórkrossar aðeins ör-
lítill hluti. Þeir sem sæmdir hafa verið stórkrossi eru einkum þjóð -
höfðingjar og embættismenn, að meirihluta erlendir. Þó hafa nokkrir
einstaklingar án embætta verið sæmdir stórkrossinum, t.d. athafna -
maðurinn Thor Jensen, einar Jónsson myndhöggvari, Páll Ísólfsson
tónskáld og rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness.5
Árið 1966 var Jóhannes kjarval sæmdur stórkrossi hinnar íslensku
fálkaorðu, sem hann „afþakkaði“ með því að fela Listasafni Íslands
hann til varðveislu. Stórkrossinn hefur sjaldan verið veittur hin síðari
ár, en árið 2007 var Helgi Tómasson listdansstjóri sæmdur orðunni fyrir
framlag sitt til listdans á heimsvísu. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins sl.
haust seldist stórriddarakross með stjörnu, þriðja stig hinnar íslensku
fálkaorðu, hjá þýsku uppboðsfyrirtæki á 2600 evrur, sem þá jafngiltu
tæplega hálfri milljón íslenskra króna.6 Stjarna stórkrossriddara er hins
vegar mun sjaldgæfari gripur og einnig nokkuð dýrari í framleiðslu.
guðmundur oddur magnússon10
4 Vef. „Tegner, Hans“, kunstindeks Danmark og Weilbachs kunstnerleksikon,
http://www.kulturarv.dk/kid/Viskunstner.do?kunstnerId=10922, skoðað í
október 2009.
5 Vef. „Skrá yfir orðuhafa“, http://forseti.is/Falkaordan/Skrayfirorduhafa/
6 Vef. „Fálkaorða seld fyrir nær hálfa milljón“, http://www.mbl.is/mm/frettir/inn-
lent/2009/10/05/falkaorda_seld_fyrir_naer_halfa_milljon, skoðað í október 2009.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 10