Saga - 2009, Page 11
Hvaða lærdóm má draga af hagþróun
og hagstjórn á Íslandi á 20. öld?
Sérfræðingar á sviði hagsögu
svara Sveini Agnarssyni
Við upphaf 20. aldar gat nýfætt sveinbarn átt von á því að lifa í um 48
ár, meybarn nokkrum árum lengur. Við lok aldarinnar var ólifuð
meðalævi sveinbarnsins rúm 77 ár og meybarnsins 81 ár. Á tuttugustu
öld lengdist með öðrum orðum meðalævi nýfæddra barna um 30 ár.
enda þótt munurinn á meðalævi sé ekki jafn sláandi ef t.d. er miðað
við 15 ára ungling — lífslíkur piltsins voru 18 árum lengri við lok
20. aldar og stúlkunnar 17 árum — breytir það ekki þeirri staðreynd
að á öldinni óx almenn hagsæld í landinu stórum, svo mjög raunar
að við lok hennar voru Íslendingar komnir í hóp ríkustu þjóða heims,
ef miðað er við landsframleiðslu á hvern íbúa. en lífið í lok aldar var
ekki bara betra á efnislega mælikvarða, heldur á alla þá mælikvarða
sem hugsanlega mætti bregða á mannlega tilveru. og þó, því verður
víst vart neitað að mannskepnan gekk illa um umhverfi sitt og vann
margvísleg óafturkræf spjöll á náttúrunni. en þá Reykvíkinga sem
á gamlárskvöld árið 1900 hlýddu á Halldór Jónsson, bankagjaldkera,
mæla fram miðkaflann úr ljóði einars Benediktssonar, Aldamót, hefur
vart grunað hve margt af því sem skáldið sá í hillingum átti eftir að
verða að veruleika á öldinni sem í hönd fór.
Á 20. öld breyttist Ísland úr lítt þróuðu landbúnaðarþjóðfélagi,
sem var tiltölulega nýbyrjað að feta sig inn í nútímann, í háþróað
markaðshagkerfi þar sem þjónustugreinar sáu um helmingi þjóðar-
innar fyrir vinnu, en einungis tíundi hver vinnandi maður fékkst við
landbúnað og sjávarútveg. Öldina höfðu Íslendingar notað til að
byggja upp mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi á við það sem best
þekkist annars staðar, gerbylta samgöngum og fjarskiptum og gefa
þjóðinni kost á að njóta þess fremsta í menningu og listum. Sú at-
vinnustefna sem lengstum var fylgt lagði höfuðáherslu á stórfram-
kvæmdir og margir stjórnmálamenn eiga fyrirferðarmikil minnis-
S P U R N I N G S Ö G U
Saga XLVII:2 (2009), bls. 11–37.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 11