Saga - 2009, Page 13
af eflingu borgarstéttar, stækkun bæja og borga, mikilli framleiðslu -
aukningu, verslun og tækniframförum. Þessar framfarir hófust að
vísu um miðja 18. öld hér eins og annars staðar, fyrir forgöngu Dana,
m.a. með Innréttingunum, en allt það koðnaði fljótlega niður enda
lítill vilji flestra innlendra valdamanna til umbóta.
enn einkennilegra er að litlar tækniframfarir náðu til landsins í
150 ár, frá 1750 til 1900, þótt forustumenn Íslendinga þekktu mjög vel
til þeirra vegna langdvala í kaupmannahöfn. einmitt þessir forustu-
menn voru mjög uppteknir af baráttu fyrir sjálfstæði landsins, sem
snerist ekki hvað síst um formið og fortíðina en ekki um ytri skil yrði
raunverulegs sjálfstæðis, eins og að fá til landsins tækniframfarir, sem
hefðu breytt öllu, ásamt þorpsmyndun. Það er freistandi að setja fram
þá skoðun að sjálfstæðisbarátta okkar á 19. öld hafi í reynd ekki skipt
miklu máli, nema til að efla innra sjálfstraust. Við fengum seint á 19.
öld og í upphafi 20. aldar það frjálsræði og sjálfstæði sem Danir ákváðu
á sínum forsendum. Með heimastjórninni 1904 varð innlent vald í
hagstjórn að langmestu leyti í okkar höndum.
Hið nýfengna frelsi reyndist okkur vel. Í upphafi 20. aldarinnar
léku straumar frjálsræðis um hagkerfið hér eins og annars staðar.
Mikil athafnasemi og nýting auðlinda til sjávar sköpuðu velferð hér
þannig að við sem vorum sárafátæk þjóð í upphafi 20. aldar urðum
á nokkrum áratugum ein ríkasta þjóð í heimi. Hagþróun alla 20. öld-
ina var okkur í meginatriðum mjög hagstæð, eins og aukning í lands-
framleiðslu á íbúa sýnir vel. Tveir eiginleikar okkar, þ.e. að laga sig
fljótt og vel að breyttum aðstæðum og vera sveigjanleg í starfsháttum,
reyndust okkur vel. Sagan geymir fjölmörg dæmi um sárafátækar
þjóðir í upphafi 20. aldar sem eru enn sárafátækar 100 árum síðar.
Það gilti ekki um Íslendinga. ofmetnaður, sem hefur alltaf einkennt
okkur sem fámenna þjóð, varð okkur á þessum tíma ekki að tjóni
eins og varð rúmum eitt hundrað árum síðar, í bankahruninu 2008.
Heimsstyrjaldirnar breyttu hinni frjálslyndu efnahagsstjórn og
það er ekki fyrr en í lok 20. aldar sem sama frjálsræði ríkti í evrópu
í efnahagsmálum og hafði verið í byrjun aldarinnar. Mikil íhalds-
semi einkenndi hagstjórn hérlendis framan af 20. öldinni og átök
milli flokka um landsbyggð og þéttbýli. Sterk staða landbúnaðar og
sjávarútvegs í stjórnmálaflokkunum sem réðu mestu alla öldina,
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki, endurspeglaði afar þröngsýna hag -
stjórn mestan hluta þessa tímabils.
Þegar lönd evrópu, sem komu mjög löskuð út úr síðari heims-
styrjöldinni, fikruðu sig áfram í hagstjórn með því að aflétta höftum
hvaða lærdóm má draga af hagþróun og … 13
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 13