Saga - 2009, Page 21
Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði við menntavísinda -
svið Háskóla Íslands
„Reynslan er ólygnust,“ segja menn stundum. Þó er líka sagt að af
mistökum fortíðarinnar lærist mönnum það helst að gera önnur mis-
tök næst. Hvort tveggja er venjuleg reynsluspeki sem auðvitað má
styðja vel völdum dæmum — án þess að þau séu endilega neitt dæmi-
gerð. Aldalöng reynsla hafði t.d. styrkt Íslendinga í trú sinni á alls
konar hindurvitni um veðurspár — líkt og óskipulögð reynsla hneig-
ist jafnan til að staðfesta fordóma eða væntingar því það sem passar
verður okkur minnisstæðara en hitt. en nú hefur veðurfræðin tekið
við, fræðigrein sem ekki er upp á þess háttar reynslu komin. Vissulega
safnar hún sögulegum gögnum og styðst við þau að vissu marki, en
hefur þá unnið úr þeim með sínum hætti. Fleiri fræðigreinar reyna
líka að draga hagnýtan lærdóm af fortíðinni, en þá af samræmdum
gögnum um mjög afmarkaða hluti, helst mælingum eða öðrum taln-
aröðum, og sjaldnast langt aftur í tímann. Nú hljóta t.d. hag- eða
viðskiptafræðingar að leggjast yfir söguleg gögn til að lappa upp á sínar
handónýtu aðferðir til að greina eignaverðsbólur í tæka tíð, og væri
að sönnu verðmætur lærdómur ef þess yrði auðið.
Lærdóma af því tagi er sagnfræðinni ólagið að draga af sínum
viðfangsefnum. Stór orð, sem við freistumst stundum til að viðhafa
um reynslugildi sögunnar, eru mest mælskubragð. ekki leggjum við
til að stofnuð verði sögustofa í líkingu við veðurstofuna sem gefi út
viðvaranir svo sem mánaðarlega um hvað nú sé, í ljósi sögunnar,
helst að varast. Slíkar viðvaranir tilheyra almennri umræðu, ekki sér -
fræði þjónustu.
Vissulega á sagnfræðin að þjóna samtíð sinni, ekki fortíðinni (sem
of seint er að hafa áhyggjur af). en samtíðinni þjónar hún ekki með
hagnýtum niðurstöðum um hvert stefni eða hvað sé til ráða á líðandi
stund, heldur með því að glæða skilning fólks á fortíðinni. Það hlut-
verk á að taka grafalvarlega. Það ber að hafa sem sannara reynist —
þar með talinn hæfilegan efa umfram óréttmæta fullvissu — ekki af
nytsemisástæðum heldur siðferðilegum: engin fræði veita iðkendum
sínum vald til að blekkja.
Í hagþróun og hagstjórn á Íslandi hafa þegar orðið þau stórmerki
á okkar ungu 21. öld að af þeim verður á næstu árum dreginn mik-
ill og dýrkeyptur lærdómur, en þar eiga stjórnmál og almennings-
álit leikinn ekki síður en fræðimennskan og aðrar fræðigreinar fremur
en endilega sagnfræðin. Hennar verkefni verður fremur að tengja
hvaða lærdóm má draga af hagþróun og … 21
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 21