Saga - 2009, Side 25
sem efst voru á baugi. Þeir tóku að vísu þátt í Bretton Woods-ráðstefn-
unni og gerðust aðilar að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en kusu landinu
svo lága hlutdeild í sjóðnum að þátttakan gat ekki komið að gagni. Áhugi
var enginn fyrir aðild að alþjóðasamtökunum um tolla og viðskipti
(GATT) sem landinu stóð til boða við stofnun þeirra árið 1948. Áherslan
var öll lögð á hina svokölluðu nýsköpun, kaup fiskiskipa, byggingu
síldarverksmiðja og frystihúsa, rafvirkjanir og rafvæðingu. Þegar
Marshall-aðstoðin svo kom til sögunnar þáði landið með þökkum
lánveitingar til margvíslegra framkvæmda en kom sér undan skuld-
bindingum um frjálsa verslun og stöðugleika hagstjórnar, sem þó
voru megintilgangur aðstoðarinnar.
Það var ekki síst vegna þeirrar stefnu í efnahagsmálum sem fylgt
var í evrópu eftir styrjöldina, stefnu frjálsra viðskipta og staðfastrar
hagstjórnar, að þau ár urðu skeið mikillar velgengni. Um leið urðu
þessi ár upphaf þeirrar nánu samvinnu þessara ríkja sem að lokum
leiddi til stofnunar evrópusambandsins. Það var hins vegar ekki fyrr
en í lok sjötta áratugarins að Íslendingar tengdust þessari þróun,
komu á fót styrkri stjórn efnahagsmála, opnuðu landið fyrir erlendum
viðskiptum og gerðust virkir aðilar í alþjóðlegri samvinnu. Þegar Ís -
land hafði gengið í Fríverslunarsamtök evrópu (eFTA), árið 1970,
mátti heita að landið væri komið á það stig sem aðrar þjóðir Vestur-
evrópu höfðu náð tíu til fimmtán árum áður.
Um þetta leyti, í upphafi áttunda áratugarins, skipast hins vegar
veður í lofti á alþjóðavísu. Alvarleg efnahagskreppa kemur til sög-
unnar, olíuverð hækkar úr hófi, styrk efnahagsstjórn lætur undan
síga, verðbólga eykst og Bretton Woods-gjaldeyriskerfið líður undir
lok. Á Íslandi verða einnig umskipti þegar ný ríkisstjórn slakar á
stjórn efnahagsmála og fyrri áherslur á eflingu togaraflotans eru á
ný settar í fyrirrúm. Tökum er ekki náð á nýju verðbólguskeiði fyrr
en með almennri verðtryggingu fjárskuldbindinga og þeirri þjóðar-
sátt um kaupgjaldsmál sem henni fylgdi nokkrum árum síðar.
Um sama leyti og þetta gerist hér á landi, það er snemma á tí-
unda áratugnum, er komið að þáttaskilum í samvinnu evrópuríkja
— evrópusambandið stofnar til fyllilega frjáls innri markaðar með
þátttöku flestra þeirra ríkja sem áður tilheyrðu eFTA. Íslendingum
stendur þátttaka til boða en þeir kjósa, ásamt Norðmönnum, að tak-
marka aðild sína við undirdeild sambandsins, evrópska efnahagssvæðið
(eeS), sem ekki náði til samvinnu evrópusambandsins í gengis- og
gjaldeyrismálum, en sú samvinna leiddi til sameiginlegrar myntar
innan Myntbandalags evrópu. Sú ákvörðun skildi íslensku krónuna
hvaða lærdóm má draga af hagþróun og … 25
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 25