Saga - 2009, Page 29
lönd sem nota sama gjaldmiðil versla meira sín á milli en önnur og
hins vegar virðast mikil utanríkisviðskipti og mikill hagvöxtur fara
saman. Myntbandalagið og trú á íslenskt stjórnarfar réðu sennilega
mestu um það að danskir og norskir peningamenn stofnuðu banka
hér á landi í upphafi 20. aldar. einnig hefur það vafalaust ýtt undir hag-
vöxt á Íslandi á 20. öld að landið stóð verr en grannlöndin í upphafi.
Íslendingar höfðu ekki tileinkað sér ýmsar nýjungar sem grannþjóðirnar
nutu þegar góðs af. Í aldarbyrjun var framleiðsla á mann á Íslandi
um það bil helmingur þess sem var í sambandslandinu, Danmörku.
Hagvöxtur var meiri á Íslandi á 20. öld en í flestum grannlöndum. Í
lok aldarinnar höfðu Íslendingar náð Dönum í landsframleiðslu á
mann. en Íslendingar lögðu meira á sig til að afla teknanna en aðrir.
Vinnustundir á mann voru hvergi fleiri í nálægum löndum.
Ýmislegt í umgjörð hagkerfisins breyttist til hins verra þegar leið
á öldina. Afskipti stjórnvalda af viðskiptalífinu jukust töluvert í fyrra
stríði og á árunum eftir það, og opinber afskipti jukust aftur á kreppu-
árunum. Á tímabili eftir seinna stríð hugðust stjórnvöld stjórna öllum
fjárfestingum í landinu. Norræna myntbandalagið leystist upp með
fyrri heimstyrjöld og ,,óþarfur innflutningur“ var heftur með ýmsu
móti áratugina á eftir. Um leið voru í reynd reistar skorður við vexti
útflutnings. Gengisbreytingar drógu úr atvinnuleysi þegar efna-
hagsáföll dundu yfir og hömluðu gegn þenslu, en jafnframt gerðu
þær nýjum útflutningsfyrirtækjum erfitt fyrir. Létt var á ýmsum
höftum á innlendum markaði og viðskiptum við útlönd árið 1950 og
árin á eftir, og með viðreisninni 1960 varð meirihluti innflutnings
óháður leyfum. Íslendingar urðu aðilar að samtökum um lækkun
tolla, eins og GATT (1964, 1967) og eFTA (1970). Skref var hins vegar
stigið í átt frá frjálsum markaði með almennri verðstöðvun 1970. Á ní-
unda áratugnum urðu verðlag og vextir að mestu leyti frjáls. Ísland
varð fullgildur aðili að evrópska efnahagssvæðinu árið 1995, en það
hafði að markmiði að flutningur vara, þjónustu, fólks og fjármagns
milli landa væri óheftur. Breytingar í frjálsræðisátt voru þó ekki rót-
tækari en svo, að í lok aldarinnar kvartaði nýr alþingismaður yfir
því að honum fyndist hann fremur vera staddur á stjórnarfundi í
fyrir tæki en þar sem rætt væri um ramma fyrir íslenskt samfélag
(Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstri grænna, 1999).
Utanríkisviðskipti tóku að dragast saman miðað við landsfram-
leiðslu eftir fyrra stríð — bæði hér og annars staðar. eftir seinna stríð
jukust viðskipti landa hins vegar yfirleitt meira en framleiðsla. en
þessi þróun stöðvaðist hér á landi á 7. áratugnum og hlutfall utan-
hvaða lærdóm má draga af hagþróun og … 29
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 29