Saga - 2009, Síða 36
drottnar búast nú til að tapa allt að fjórfaldri til fimmfaldri lands-
framleiðslu Íslands á viðskiptum sínum við landið. Hagsaga iðnríkj-
anna geymir ekki önnur dæmi slíks: engin hátekjuþjóð hefur áður
bakað erlendum lánardrottnum svo mikinn skaða miðað við lands-
framleiðslu og greiðslugetu skuldarans, og munu Íslendingar þó
standa eftir skuldum vafðir. erlendar skuldir þjóðarbúsins eru taldar
munu nema um 200% af landsframleiðslu í árslok 2009, og gæti sú
tala átt eftir að hækka umtalsvert þegar öll kurl koma til grafar. Svo
miklar skuldir kalla á strangt aðhald í ríkisbúskap og rekstri fyrir-
tækja og heimila á meðan skuldabyrðin er færð niður í bærilegt horf.
Við þessa þungu byrði bætist rýrnun fiskstofna um helming eða tvo
þriðju, sumpart vegna ofveiði (og meints brottkasts, sem yfirvöldin
þræta fyrir), uppblástur og eyðing landsins og vanræksla í mennta-
málum og á ýmislegri annarri almannaþjónustu. Mynstrið er skýrt
hvert sem litið er: þjóðin hefur lifað um efni fram. Taflinu er lokið.
Stundum er hægt að bregðast við djúpri lægð eða kreppu með
því að stíga á bensíngjöfina og borga fyrir innspýtinguna með lán-
tökum líkt og mörg önnur iðnríki gera nú, en þá þurfa þau að hafa sýnt
næga ráðdeild á fyrri tíð til að skapa sér svigrúm til aukinnar lánasláttu
í lægðinni. Þessu er ekki að heilsa á Íslandi, þar eð Íslendingar hafa
að langmestu leyti fyrirgert lánstrausti sínu erlendis og eiga því ekki
annars kost nú að en stíga fast á bremsuna í samráði við Alþjóðagjald -
eyrissjóðinn og aðra lánveitendur, einkum Norðurlönd. kippi Norður -
lönd að sér hendinni, þar eð þau telji Íslendinga ekki gera nóg til að
koma efnahagsmálum sínum og öðrum málum, þar á meðal rann-
sókn á tildrögum bankahrunsins, á réttan kjöl, og fáist önnur lönd
ekki til að fylla skarðið, svo sem telja má líklegt, þurfa Íslendingar
að grípa til mun strangara aðhalds en ella.
Bankahrunið 2008 átti sér langan aðdraganda. Ísland var alla 20.
öldina og er enn gagnsýrt af uppþembdum, þjóðþrungnum stjórn-
málum langt umfram viðtekna hollustuhætti í nálægum löndum.
Stjórnmálaflokkarnir og menn tengdir þeim sölsuðu undir sig viðskipta-
lífið og bankana og nærðust á einokun eða fákeppni á kostnað al-
mennings, og hann dansaði með. Heilbrigður markaðsbúskapur átti
undir högg að sækja, þar eð hann hentaði ekki spilltri stjórnmála-
stétt og bandamönnum hennar. Spilling sveif yfir vötnum, og ýmis lög-
brot leiddi af henni, en hvort tveggja var feimnismál sem ríkisfjölmiðlar
og flokksblöð þögðu oftar um en ekki. Dómskerfið, lifandi eftirmynd
og afsprengi stjórnmálastéttarinnar, stóð áhugalaust og máttvana
gegn ítrekuðum lögbrotum. Spillt umhverfi — land án nauðsynlegra
sveinn agnarsson36
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 36