Saga - 2009, Side 40
hreyfingu áttunda áratugarins sem
femínisti, lesbía og fræðimaður.
eins og hún segir sjálf í inngangi
nýjustu bókar sinnar, History Matt -
ers. Patriarchy and the Challenge of
Feminism, sem út kom árið 2006,
gat verið erfitt að samræma sjálfs-
mynd aðgerðasinnans og sjálfs-
mynd miðaldafræðingsins sem
óneitanlega starfaði á afar karl-
lægu sviði. en þetta tókst, segir
hún, enda efaðist hún aldrei um
að rannsóknir hennar nýttust í
baráttu femínista fyrir betri heimi.3
Judith Bennett byggði fyrir-
lesturinn á bók sinni History Matters
og var vekjandi á ýmsan hátt, jafn-
vel ögrandi fyrir suma. Vekjandi
vegna þess að hún minnti á nauð -
syn þess að skoða samhengi og
samfellur í stað þess að leita bara
uppi rof og breytingar; það er ekki
nóg að horfa fimmtíu ár aftur í tímann, ekki einu sinni tvöhundruð,
þegar skilja þarf og skýra langvarandi mismunun kvenna, sagði hún.
Ögrunin fólst aftur á móti í gagnrýni Bennett á eigið fagsvið, kvenna-
og kynjasögu, að femínískir fræðimenn væru ef til vill ekki nógu vak-
andi fyrir sögunni. kvennasagan, sem eitt sinn var „ein af víglínum
femínismans“, hefur glatað því vægi sem hún hafði í femínískri kenn-
ingu og innan kynjafræða, sagði hún. Hið nána samband sem var
hefur horfið alltof víða og Bennett nefndi sem dæmi að við suma
bandaríska háskóla væru jafnvel reknar kynjafræðideildir þar sem
þróun jafnréttis væri hvorki rannsökuð né kennd lengra aftur en til
um 1950, eða í besta falli til fyrstu bylgju femínisma um aldamótin
1900. Svo virðist sem fortíðin, sagan, skipti þar engu máli. og hinir
upplýstu áheyrendur Bennett, norrænir kvenna- og kynjasögufræðingar
(ásamt fáeinum áhugasömum íslenskum fræðimönnum, sem tengja
sig þó ekki allir við kvennasögu eða femínisma), fengu einnig á sig
erla hulda halldórsdóttir40
Judith M. Bennett talar á þingi nor-
rænna kvenna-og kynjasögufræðinga
í ágúst 2008 — Ljósm. Auður Styrkárs -
dóttir
3 Judith M. Bennett, History Matters. Patriarchy and the Challenge of Feminism
(Manchester: Manchester University Press 2006), bls. 1.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 40