Saga - 2009, Síða 41
gagnrýni fyrir að vera of uppteknir af nútímasögu (e. modern history),
að líta ekki nógsamlega til fjarlægrar fortíðar; að nýta sér ekki þá
dýpt og heildarsýn sem fæst með því að taka miðaldir og nýöld með
í reikninginn. engin einhlít skýring er á þessari slagsíðu en Bennett
benti á að á fyrstu árum kvennasögurannsókna hefði það verið viðtekin
rannsóknarniðurstaða að fyrr á tímum hefði ríkt nokkurs konar jafn-
rétti, sem konur hefðu glatað um 1800 (með iðnbyltingu). Þetta hefði
verið hrakið fyrir löngu og án efa ætti sú staðreynd sinn þátt í að það
væri ekki jafn eftirsóknarvert og áður að horfa til miðalda eða nýaldar;
þar var engin gullöld.4
Svo var það hið gamalkunnuga hugtak feðraveldi (e. patriarchy)
og tilraun Bennett til þess að endurvekja það sem greiningarhugtak,
undir breyttum formerkjum þó. kenningin um feðraveldi átti miklu
fylgi að fagna um og upp úr 1970 en feðraveldishugtakið náði fyrst
að greina og ná utan um margháttuð form kúgunar karla á konum.
Með feðraveldi er, í einfölduðu máli, átt við eins konar kerfi félags-
legra formgerða sem karlar nýttu til þess að hafa vald yfir konum.
Hugtakið var þó fljótlega gagnrýnt fyrir þröngt sjónarhorn, að ekki
væru teknar inn ýmsar breytur, svo sem þáttur kvenna sjálfra í viðhaldi
feðraveldisins og kúgun eigin kyns. Feðraveldi varð smám saman
eitt þeirra hugtaka sem urðu svo gildishlaðin að kvenna- og kynja-
sögufræðingar skirrðust við að nota það, raunar einnig af ótta við
að verða fyrir vikið sjálfum úthýst úr fræðasamfélaginu.5 Bennett benti
einmitt á það í fyrirlestrinum hvernig lykilorð femínískra sagnfræðinga
hefðu tekið breytingum í tímans rás: Á áttunda áratugnum var talað
um feðraveldi og kúgun kvenna (e. patriarchy, oppression of women), á
þeim níunda um undirskipun kvenna og misrétti kvenna (e. subor-
dination of women, women’s inequality) og á þeim tíunda misrétti byggt
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 41
4 Hér og annars staðar þar sem rifjaður er upp fyrirlestur Bennett er stuðst við
minnisbók höfundar, færsla dagsett 12. ágúst 2008. Um sama efni má lesa í History
Matters og einnig í grein eftir Bennett frá síðasta hausti: „Forgetting the Past“,
Gender & History 20:3 (2008), bls. 669–677. Þessi grein er aðgengileg á heimasíðu
Bennett, http://www-rcf.isc.edu/~judithb/.
5 Um feðraveldishugtakið má lesa í: Sue Morgan, „Introduction. Writing Feminist
History: Theoretical Debates and Critical Practices“, The Feminist History Reader.
Ritstj. Sue Morgan (London: Routledge, 2006), bls. 5–6, einnig bls. 59. — A
Glossary of Feminist Theory. Ritstj. Sonya Andermahr, Terry Lovell og Carol
Wolkowitz (London: Arnold, 2002 [2000]), bls. 193–194. — Jane Pilcher og Imelda
Whelehan, Fifty Key Concepts in Gender Studies (Los Angles: Sage, 2008 [2004]),
bls. 93–96.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 41