Saga - 2009, Page 44
Það var Sandy Bardsley sem lét mér í té hugtakið „jafnvægi feðra-
veldisins“ en hún tók eftir því að ég var í raun ekki að tala um feðra-
veldi í hefðbundnum skilningi heldur um kerfi feðraveldis sem hafði
haldist nokkurn veginn stöðugt mitt í hringiðu breytinga á öðrum sviðum.
Þrátt fyrir jafnvægi feðraveldis eru alltaf kraftmiklar hræringar og á
sérhverju augnabliki getur litið út fyrir að mikilvæg breyting sé að
eiga sér stað, en það er engu að síður jafnvægi, óslitin samfella. Í fyr-
irlestrinum reyndi ég að sýna jafnvægi feðraveldisins á línuriti sem
lítur svolítið út eins og jarðskjálftalínurit (mjög kunnuglegt fyrir Ís-
lendinga!). Línuritið sýnir mikið af stórbrotnum hreyfingum upp og
niður. Þessar hreyfingar tákna alls kyns skammtímabreytingar í lífi
kvenna; breytingar á vinnu eða á kennslu í trúarbrögðum eða lögum;
eða mismunandi reynslu mismunandi kvenna. en línuritið sýnir líka
að til lengri tíma litið er raunveruleg breyting á stöðu kvenna óveru-
leg. Það er von mín að þetta geti orðið til þess að við hugsum um
feðraveldið á margbrotnari hátt. Ég vil ekki segja: „Ó, feðraveldi er
vandræðalegt orð, losum okkur við það og komum ekki nálægt því
meir.“ Mig langar að dýpka hugsun okkar um feðraveldið, „jafnvægi
feðraveldisins“ er framlag mitt til þess.
EHH: Þú vísar til hinna sterku pólitísku undirtóna kvennasögunnar þegar
þú talar um feðraveldishugtakið og að þekking á sögu okkar hjálpi femín-
istum að leggja drög að betri framtíð. Í History Matters færir þú rök fyrir
því að femínískir kvenna- og kynjasögufræðingar ættu að vera pólitískt virk-
ari í rannsóknum sínum og skrifum af því að „pólitík femínismans geti sótt
þekkingu til fortíðar“. (29) Ansi margir sagnfræðingar og sagnfræðinemar
eiga í vandræðum með femínisma og segja að sagnfræði eigi ekki að nota í póli-
tískum tilgangi, að með því væri sagan misnotuð. Mér hefur sýnst að það sem
truflar mest sé sjálft f-orðið, femínisti. Spurning mín er því: a) Ef við erum
virk í pólitík (í jafnréttisbaráttu), hvernig tryggjum við að sjónarmið okkar
skekki ekki niðurstöður okkar og skrif? b) Hvers vegna eru svona margir
hræddir við femínisma? Og telur þú að femínískir fræðimenn þurfi oftar
en aðrir fræðimenn að verja fræði sín og rannsóknir, að þeir séu oftar
gagnrýndir fyrir að vera (of) pólitískir?
JB: Já, „femínisti“ hefur orðið f-orð í mörgum kreðsum, rétt eins og
patríarkí (feðraveldi) er p-orð.11 Þau hafa verið gerð að ósegjanlegum
orðum, vandræðalegum orðum, orðum sem einhvern veginn virðast
erla hulda halldórsdóttir44
11 Hér er ómögulegt að vísa til bókstafsins f fyrir feðraveldið þannig að p-inu fyrir
patriarchy er leyft að standa.
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 44