Saga - 2009, Blaðsíða 45
einfeldningsleg, ruddaleg og jafnvel hlægileg. Það ergir mig. Þetta
voru góð orð, orð sem hafa fært konum vald, og það að gengisfella þau
er í sjálfu sér pólitískt mál sem hefur á djúpstæðan hátt grafið undan
kvennahreyfingunni. Þessi gengisfelling hefur orðið fyrir tilverknað
venjulegs fólks, grínista og sjálfskipaðra gáfnaljósa, menntamanna,
fjölmiðla og jafnvel í sumum tilfellum okkar femínista sjálfra. Ég held
að við ættum að skoða vandræðaganginn með „femínista“ og „feðra-
veldi“ sem það sem hann er: Tilbúningur andfemínískrar menningar
frá lokum 20. aldar sem hefur á áhrifaríkan hátt hægt á, beint í annan
farveg og gert léttvæga þróun í átt að fullri mennsku kvenna. Um
leið og við áttum okkur á þessu getum við endurheimt þessi orð til
góðra nota.
Hvað pólitík og sagnfræði varðar þá gæti ég einfaldlega svarað
svona: Til hvers er sagnfræði ef hún upplýsir okkur ekki um hvern ig
við skiljum sjálf okkur í dag? Sagnfræðingar hafa alltaf viljað læra
um nútímasjálf okkar með því að rannsaka fólk fortíðar; það eina
sem skilur mig frá þessari hefð er að það vill svo til að nútímasjálf
mitt er femínískt.
Starfsstétt bandarískra sagnfræðinga hefur, líkt og margar evr-
ópskar sagnfræðistéttir, haft í heiðri hugmyndina um hlutlæga sögu,
að skrifa um fortíðina eins og þeir væru hið alvitra og alsjáandi auga.
Í þessari draumsýn gat fortíðin vissulega upplýst samtímann en það
var einhvers konar guðleg tilfærsla upplýsinga. en eins og einkum mín
kynslóð sagnfræðinga komst að raun um, þá var hið alsjáandi auga
óframkvæmanleg draumsýn og það sem verra er — það breiddi yfir
umtalsverða hlutdrægni og fordóma.
Ég tel að við sagnfræðingar skrifum betri sagnfræði þegar við
göngumst fyrirfram við hlut höfundarins í sérhverri endursögn liðins
tíma. Þannig reyni ég ekki að halda því fram að ég skrifi sagn fræði frá
sjónarhorni hins alvitra og alsjáandi. Ég viðurkenni að ég skrifa
sagnfræði frá sjónarhorni Judith Bennett, sagnfræði sem endurspeglar
femínískar rannsóknarspurningar mínar og femínískan áheyrenda-
hóp. Þetta þýðir ekki að ég snúi vitnisburði sögunnar mér í hag. Það
væri ófullnægjandi fyrir mig, ósannfærandi fyrir áheyrendur mína
og algerlega tilgangslaust. og ég get einnig bætt því við að það að
halda því fram að femínistar afbaki sögu á þennan hátt er ákveðin
tegund rógburðar — nákvæmlega sú tegund sem breytir „femínista“
í f-orð. Ég kann að meta það vald sem sagan býr yfir til þess að tala
til væntinga og drauma kúgaðra hópa — já, kvenna, en einnig verka-
fólks, kynþátta-minnihlutahópa, fólks í nýlendum, homma, lesbía,
sagnfræðin, femínisminn og feðraveldið 45
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 45